Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 23
Vilborg: Mig langar til að halda áfram að ræða skort á
hjúkrunarfræðingum. Við erum ef til vill ekki að ræða um
skort á hjúkrunarfræðingum heldur er þörf fyrir fleiri hjúkr-
unarfræðinga. Verkefni hafa aukist, möguleikar fyrir hjúkr-
unarfræðinga til að sinna ýmsum verkefnum og traust
samfélagsins til hjúkrunarfræðinga hefur gert það að
verkum að beiðni um að hjúkrunarfræðingar sinni þeim eru
miklu fleiri en áður. Það eru t.d. mun fleiri nemendur sem
óska eftir því að gerast hjúkrunarfæðingar en þeir sem
komast í gegn og meðan það er þannig fara kannski ekki
enn fleiri að sækjast eftir náminu þar sem þeir vita að þeir
hafa ekki nema takmarkaða möguleika á að komast
áfram. Ég veit að þið munuð svara því að við viljum ekki fá
nemendur sem standa sig miður vel. En getum við með
einhverjum ráðum stutt þá nemendur sem komast ekki
áfram í að verða samt góðir hjúkrunarfræðingar? Það
getur vel verið að það sé hægt.
Varðandi ráðgjöfina sem ég held að sé stór þáttur í
framtíðinni. Fólk er betur upplýst en áður og það vill leggja
sitt af mörkum. Það vill sjálft reyna að ráða fram úr við-
fangsefnunum. Við misstum frá því um 1960 til dagsins í
dag t.d. þekkingu á líðan og veikindum barna. Heilbrigðis-
stéttir voru taldar hafa vitið en ekki fólkið sjálft. Við gerðum
minna af því að styrkja fólk í því að það er sérfræðingar í
fjölskyldum sínum. T.d. varðandi umönnun aldraðra sem
ég held að verði stórt hlutverk í framtíðinni. Og varðandi
tæknina, við þurfum að nota netið og allt það sem er búið
að nefna. En við þurfum líka að hjálpa fólki til að vita
hvenær brestur eitthvað hjá því. Við þurfum líka að leita
fólk uppi. Það nægir ekki bara að segja við fólk: „Ef þú
finnur fyrir streitu, farðu þá á netið.” Viðkomandi veit
kannski ekki best hvenær streitueinkennin eru orðin of
mikil, kannski er það hjúkrunarfræðingurinn sem getur séð
það betur. Þetta held ég að sé einn af forvarnaþáttunum.
Að leita fólk uppi, gefa því ráð.
Að búa fólk undir óvissa framtíð
Ragnheiður: Það verður eðlisbreyting á menntun þegar
nám flyst úr Hjúkrunarskóla íslands yfir á háskólastig eins
og Kristín sagði áðan. Það er ekki lengur verið að búa
menn og konur undir örugg viðfangsefni og verk heldur er
verið að búa menn og konur undir að geta brugðist við því
sem að höndum ber í starfi. Það á að vera eðli menntunar
að vera sífellt spyrjandi, að vera sífellt gagnrýninn og vera
með eitthvað í höndunum sem getur búið undir óvissa
framtíð. Þegar ég var í námi var mjög mikil áhersla lögð á
samfélagshjúkrun. Við erum búnar að tala hér um sam-
félagshjúkrun sem verkefni framtíðarinnar. Ég hef velt því
fyrir mér af hverju hún er þá ekki komin lengra í sam-
félaginu. Það eru áratugir frá því ég lærði. Af hverju er hún
ekki komin lengra í heilsugæslunni? Af hverju erum við
ekki með þetta hlutverk í höndunum núna, gagnvart
einstaklingunum, á heimilum, í ráðgjöf í þeirra umhverfi?
Ásta: „Eins og menn fara til einkaþjálfara til að fá
klæðskerasaumaða líkamsþjálfun fyrir sig, eða þeir
fara til sérfræðings og fá ráðleggingar ef þeir ætla að
kaupa sér eldhúsinnréttingu og ræða kosti og galla við
þá sem veita þessi ráð, þá get ég alveg séð það fyrir
mér að það verða sams konar ráðleggingar varðandi
heilsu í framtíðinni. “
Mín skoðun er sú að tækifærin í hjúkrun og tækifærin til að
bæta heilbrigðisþjónustuna með breyttri hjúkrun felist fyrst
og fremst í heilsugæslunni og í öldrunarþjónustu. Þegar ég
fer einstaka sinnum inn á spjallrásir hjúkrunarfræðinga í
Bandaríkjunum og Kanada þá eru þessir hjúkrunarfræð-
ingar ótrúlega sjálfstæðir í störfum sínum, þ.e. þeir sem
starfa í heilsugæslu og við öldrunarþjónustu. Þær eru að
miðla þekkingu sinni og reynslu á spjallrásum um viðbrögð
við öllu mögulegu sem gerist í þeirra umdæmi, þær eru
með miklu ákveðnara greiningarhlutverk, þær taka meira
ákvarðanir um vissa þætti í meðferð, þær eru sjálfstæðari í
starfi. Hér höfum við ekki síðri menntun og við höfum
samfélagslegan stuðning, hvers vegna erum við ekki
komnar lengra?
Valgerður: Anna, þú varst búin að biðja um orðið.
Getur þú svarað þessu?
Anna: Ég held að við séum að mörgu leyti með
gamaldags viðhorf í stéttinni. Og þessi stétt er svo lítið
áhættusækin, hún er svo lítið nýjungagjörn að ég held það
hái okkur. Það er kannski þess vegna sem við erum ekki
komin lengra með samfélagshjúkrunina, við höfum bara
ekki þorað að fara með hjúkrun út úr stofnununum. Við
eigum að setja hjúkrunarfræðinga í forgrunn í heilbrigðis-
þjónustunni. í Bretlandi hafa heimilislæknar verið kallaðir
„gate keepers” eða hliðverðir. Þeir eru búnir að ráða til sín
hjúkrunarfræðinga til þess að taka við þessu hlutverki.
Innan heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi eru það því hjúkr-
unarfræðingar sem eru þeir fyrstu sem skjólstæðingarnir
sjá þegar þeir koma á heilsugæsluna og þeir ákveða í raun
og veru í hvaða átt viðkomandi sjúklingur fer, hvort hann
103
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001