Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 25
I aetla að kaupa sér eldhúsinnréttingu og ræða kosti og galla við þá sem veita þessi ráð, þá get ég alveg séð það fyrir mér að það verði sams konar ráðleggingar varðandi heilsu í framtíðinni. Og við erum hér að tala um forvarnir. Það verður auðvitað kostnaður við þetta, sumir einstak- 1 lingar vilja eflaust leggja fram ákveðið fjármagn í þessu , skyni sjálfir. Ég er ekki að segja að þessi ráðgjöf verði endilega ríkisrekin... Sigríður: ...má ég þá aðeins bæta við þetta, þar sem ég er nýkomin frá Bandaríkjunum og hef verið að fylgjast með því sem er efst á baugi í viðskiptalífinu. Þar er mikið I talað um þá möguleika sem við búum við núna, það er mjög mikið að gerast í heilbrigðismálunum. í fyrsta sinn í langan tíma eru t.d. áhættufjárfestar farnir að sjá mögu- leika innan heilbrigðisfyrirtækja og þeirra aðila sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu í ýmsu formi, þeirra sem halda utan um heilsu almennings. Þetta er ný og ánægjuleg þróun, menn sjá nú nýjar leiðir og möguleika. Kristín: Ég held það skipti svo miklu máli fyrir okkur í hjúkruninni að finna leiðir til að taka á púlsinum á því sem er að gerast í samfélaginu, fylgjast með ólíkum menningar- heimum, t.d. ungu kynslóðinni og hvað hún er að fást við, því það er fólk sem við eigum eftir að hafa afskipti af. Börn okkar kynslóðar eru í sumum tilfellum búin að hafna þeirri rökhyggju sem við foreldrarnir byggðum á. Valgerður: Mig langar að skjóta einu atriði inn í umræðuna. Það eru þær breytingar sem eru að verða á íslensku samfélagi á nýrri öid, eða fjölmenningarsamfélag sem við komum til með að upplifa. Hvernig bregst heil- brigðiskerfið við þessu? Ragnheiður: Mig langaði einmitt til að koma að þessu, bæði þessu fjölþjóðlega samfélagi sem við munum búa í og líka því að hjúkrun á íslandi mun alltaf verða háð því hvernig hjúkrun þróast í nágrannalöndunum. Ég heyrði fyrst í dag hugtakið hinn hjúkrunarfræðilegi samhljómur sem mér finnst alveg stórkostlegt. Það hefur ákveðna kosti fyrir okkur að finna þennan samhljóm en það eru líka miklar ógnir sem steðja að hjúkrun víða, við höfum oft heyrt að hjúkrun verður aldrei mjög sterk í einu landi í fjöl- þjóðlegu samfélagi ef hún er að veikjast annars staðar. í öðru lagi langar mig að ræða áhrif aukinnar sérfræðiþekk- ingar í hjúkrun á þróun í framtíðinni og ég held við hjúkr- unarfræðingar séum flest á þeirri skoðun að hjúkrun sé í eðli sínu generalistískt fag. Styrkur okkar liggur í því að við horfum með víðri sýn á samfélagið og einstaklinginn og fjölskylduna og mjög þröng sérfræðiþekking er í dálítilli , andstæðu við þetta viðhorf. En í þessari þröngu sérfræði- þekkingu felast samt ákveðin tækifæri og völd og það eru bara þessar andstæður sem mig langar til að minnast á og fá kannski umræður um. Vilborg: Það var út frá þessu sem Ásta minntist á áðan, þeirri sýn að fólk geti farið að kortleggja sig og heilsu sína á einstaklingsgrundvelli. En líffræðilegi hlutinn er Ragnheiður: „Ég tel að í framtíðinni sé mjög mikilvægt að grundvallarviðhorf hjúkrunar heyrist mjög skýrt í samfélaginu. Það er mjög margt varðandi teymisvinnuna sem gerir það að verkum að þessi rödd heyrist skýrar og sterkar. En það eru líka ákveðnar breytingar á starfssviði annarra heilbrigðisstétta, það er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum og það er fyrirsjáanlegt að hann verður meiri og meiri. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna: Hvað getum við gert til þess að tryggja að þessi grundvallarviðhorf, sem eru okkur öllum svo mikilvæg, fái notið sín?“ bara einn hluti myndarinnar. Við þurfum líka að skoða: Við hvaða aðstæður býr fólk í þjóðfélaginu? Hvernig er fjölskyldugerðin? Hvernig er vinnuumhverfi fólks og umhverfið almennt? Hjúkrun verður að reyna að skapa hjúkrunarfræðinga sem geta mætt hinu óþekkta því við vitum ekki hvernig samfélagi við komum tii með að búa í. Verður t.d. atvinnuleysi hér eftir 10 ár? Verðum við með ríkt eða fátækt samfélag? Við erum með mjög mikla breidd í samfélaginu í dag. Hjúkrunarfræðingar, sem vinna úti í heilsugæslunni, hitta fólk sem býr undir fátækramörkum og þeir hitta líka fólk sem býr við mjög góð kjör. Og sorgin mætir öllum, bæði þeim sem eru ríkir og fátækir. Hjúkrun spannar mjög vítt svið og þess vegna held ég að við verðum að reyna að halda í sveigjanleika og opinn hug gagnvart því sem mætir okkur og þeim skjólstæðingum sem við ætlum að sinna. Ég held að hjúkrunarfræðingar í framtíðinni verði líka að koma meira að stefnumörkun, vera meira vakandi fyrir áherslum á samfélaginu, taka meiri þátt í umræðu um áhættu sem samfélagið skapar okkur, umferð, verðlagningu á vörum, aðgengi að þjónustu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu, stuðn- ingi við fjölskyldur, skólagöngu, við getum nefnt hvað sem er af þessu. Þetta eru allt viðfangsefni sem eiga að koma hjúkrunarfræðingum við. Þeir eiga að láta sig þau varða. Þar held ég að hjúkrunarfræðingar geti gegnt svo miklu forystuhlutverki með þessari opnu sýn. Með þessari miklu nálægð sem þeir geta haft við skjólstæðingana hvar sem 105 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.