Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 28
ku^rfur, ku^rfur -sjÁlfið” - segir Christopher Johns, aðalfyrirlesari á ráðstefnu á Akureyri Christopher Johns verður aðal- fyrirlesari á ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í júní og hefur valið að fjalla um líknarmeðferð. Hann var fram- kvæmdastjóri Burford Community Hospital og for- stöðumaður hjúkrunarþróunar- deildar Burford. Aðaláhugasvið hans innan hjúkrunar eru ígrunduð meðferð, líknarmeðferð og almennt mannleg umhyggja. Til að kynna hann lesendum Tímarits hjúkrunar- fræðinga voru lagðar fyrir hann nokkrar spurningar á netinu. Fyrst var hann spurður hvers vegna hann hefði valið að fjalla um líknarmeðferð. „Áður en ég svara þeirri spurningu vil ég koma á fram- færi mínum bestu vinarkveðjum til allra íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Það er mér mikið tilhlökkunarefni að heimsækja (sland og vera með minni góðu vinkonu, Sigríði Halldórs- dóttur, á ráðstefnunni á Akureyri. Bæði námskeið mitt og aðalfyrirlestur snúast um að segja frá minni eigin klínísku reynslu af því að vinna á líknar- heimilum. Með því vonast ég til að varpa Ijósi á ígrundaða meðferð sem aðferð til nálgunar við annan einstakling á dauðastundinni sjálfri. Sögurnar eru líka sögur af líknarmeðferð og sýna fram á fegurðina og hryllinginn sem finna má hlið við hlið í jafn- vel hversdagslegustu reynslu daglegs lífs. ígrunduð meðferð er að veita ýmsum atriðum athygli því þau skipta máli. Meðferðin ýtir reyndar einnig undir þá hugsun að margvíslegustu smáatriði skipti máli og stuðlar auk þess að því að tekist sé á við hina venjubundnu þætti sem miðað er við í daglegu lífi. Á því leikur ekki vafi að með hjálp ígrundaðrar meðferðar skynjar fagfólk sjálfið í stöðugt auknum mæli þegar dauðastundin nálgast. ígrunduð meðferð dregur fram hið margþætta og að mestu leyti óræða eðli klínískrar starfsemi þar sem engin einföld svör er að finna. Það er aðferð til að veita innsýn í þetta margbrotna eðli og að móta viðbrögð á grundvelli hug- sæis. Þetta er afar mikilvægt því við þurfum að leiðbeina hjúkrunarfræðingum um að þróa með sér hagnýta þekk- ingu þannig að kenningar og niðurstöður rannsókna séu fremur upplýsandi en að þær feli í sér spár. Æ meiri áhersla er lögð á hugmyndafræði heilunar í hjúkrun og fag- lærður starfsmaður verður að læra að beita sjálfum/sjáifri sér í meðferðinni og að geta tekist á við það með hæfni og öryggi að bregðast við fólki jafnt á andlegum, tilfinninga- legum sem geðrænum sviðum tilverunnar. Rekstur heilbrigðismála byggist að miklu leyti á fjárhagslegum sjónarmiðum og því verður faglært starfsfólk einnig að geta látið til sín taka þannig að raddir þess nái að berast til valdhafanna, það verður að sýna kænsku þegar til misklíðar kemur. Það kemur ekki á óvart að sú reynsla, sem margt faglært starfsfólk miðlar við íhygli með leið- sögn, snýst oft um misklíð. Hjúkrunarfræðingar eru yfirleitt ekki vissir í sinni sök og þá skortir sjálfsálit. ígrundið meðferð snýst um valdeflingu. Það er hins vegar áhuga- vert að velta því fyrir sér hvort yfirstjórn heilbrigðismála og læknar sem starfsstétt vilji valdeflingu hjúkrunarfræðinga. Frásagnir mínar draga einnig fram málefni líknarumönn- unar í stærra samhengi, til dæmis hvernig hægt er að veita því inntak að sitja yfir deyjandi konu í tvær klukkustundir. Hvaða hlutverki gegnir andleg umönnun við þær aðstæður? Hvers vegna eru sumir sjúklingar taldir vera erfiðir? Hvaða hlutverki gegnir viðbótarmeðferð í líknar- umönnun? Fela hjúkrunarfræðingar sig bak við tæknina til að reyna að sniðganga mikilvægustu tilvistarþættina sem við sjúklingnum blasa? Eru hjúkrunarfræðingar nægjanlega búnir undir þannig störf? Frásagnirnar stuðla að því að opinbera þannig málefni en þær eru þó á sinn hátt hug- lægar og lúta að samhenginu fremur en að þær séu óhlutbundnar hugmyndir. Námskeiðið veitir fólki tíma til að kanna þannig málefni á sínum eigin forsendum. - En hvað varð til þess að hjúkrun varð lífsstarf þitt og hvernig gengur karlmanni að vinna starf sem er mótað af konum? „Ég hóf hjúkrunarstörf fremur seint eða 27 ára. Áður var ég birgðaeftirlitsmaður og fannst það lítt spennandi enda vissi ég alla tíð innra með mér að lífið hlyti að búa yfir meiri tilgangi en svo. Árið 1974 veikist ég illa af gollurs- húsbólgu og skildist þá hvað ég yrði að gera, að ég yrði að verða hjúkrunarfræðingur og verja lífinu í að veita þjón- ustu. Kannski er það fremur fórnfús hugsun. Ég gekk í 108 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.