Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 30
fólk að því sem vísu hvað það er og sér þar af leiðandi umheim sinn og bregst við honum á forsendum gildismats síns. Því miður er það svo á Stóra-Bretlandi að enn þá er um að ræða „hvíta miðstéttarnálgun" sem er mjög ósveigjanleg gagnvart breytingum og mismunar ómeðvitað fólki með ólíkan menningarlegan bakgrunn. Um er að ræða eins konar innbyggða fordóma sem fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir og sem hafa að einhverju leyti óhjákvæmileg áhrif á umhyggju. Þetta er almenn alhæfing. íhygli hjálpar fólki til að draga fram og vinna úr þessum fordómum og að læra að þekkja sjálft sig sem umhyggjusaman einstakling. Á líknarheimilinu, þar sem ég vinn, eru engir hjúkrunar- fræðingar eða starfsfólk ættað frá Kasmír en þó búa hvergi á Stóra-Bretlandi fleiri frá Kasmír en einmitt í Luton. Fólk ættað frá Kasmír nýtir sér heldur ekki hjúkrunar- heimilið nema þeir sem breskastir eru orðnir. Umhyggja skiptir án efa miklu máli í lífi þeirra sem við höfum afskipti af. Umhyggja felur í sér mikla ábyrgð, ekki við að kveikja og slökkva á tæknibúnaði heldur við að opna fólki leið til tilvistar. Rannsóknir Sigríðar sýna að skortur á umhyggju getur leitt til aukinna þjáninga og því verðum við stöðugt að minna okkur á hlutverk okkar sem umhyggjuaðila, að bera merki starfsgreinar okkar af stolti, að muna arfleifð okkar við umhyggju og að láta ekki villast af leið þótt ástandið sé erfitt. Við verðum að læra að annast um okkur sjálf til þess að styrkja okkur sem umhyggjuaðila og að bægja frá þeim svikasendingum sem skaða umhyggjuþáttinn í okkur. Einnig þarf, vegna rannsókna okkar og námsefnis, að hafa í huga að kjarni hjúkrunarstarfsins er umhyggja. Ef umhyggjan hverfur, hverfur sjálfið." -vjk FAGMENNS KA í FYRIRRÚMI Frœðsluráðstefna heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 21. - 23. maí 2001 á Akureyri Ráðstefnudagskrá Mánudagurinn 21. maí, 2001 kl. 12.00- 16.30 Kynning á B.S. verkefnum nemenda í hjúkrunarfrœöi við heilbrigðisdeild HA (heiti erindanna birt með fyrirvara) 11.00-12.45 Skráning í HA 13.00-13.10 Setning ráðstefnunnar 13.10-13.30 Upplifun hjúkrunarfræðinema af verklegu námi Björg Aradóttir, Ásta Baldursdóttir, Kolbrún Sigurlásdóttir 13.30-13.50 Hver er líðan einstaklings sem missir maka sinn í sjálfsvígi? Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, H. Heba Theodórsdóttir, Rfkey Ferdinandsdóttir, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir 13.50-14.20 Líðan verðandi feðra á meðgöngutímanum Ragnhildur Bjarnadóttir, Þórhildur Höskuldsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir 14.20-14.40 Líðan foreldra sem eiga einhverf börn Hugrún Árnadóttir 14.40-15.00 Bregðumst við brjóstverk Ásdís Skúladóttir, Steingerður Örnólfsdóttir 15.00-15.30 Heilsuhressing 15.30-15.50 Tengsl ofvirkni við vímuefnaneyslu Ásthildur Bjömsdóttir 15.50-16.10 Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Sigrún Sigurðardóttir 16.10-16.30 Tengsl listmeðferðar við hjúkrunarfræði Erla Björk Birgisdóttir 110 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.