Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 34
Gegn ofbeldi h úkrunarfræðínqa, AíL. nAÍ Hvað geta hjúkrunarfræðingar gert til að draga úr og koma í veg fyrir otbeldi? Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, hafa sent frá sér upplýsingar sem birtar eru í heild sinni á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, www.hjukrun.is. f síð- asta kafla skýrslunnar er komið með tillögur um hvað hjúkr- unarfræðingar geta gert til að stemma stigu við heimilis- ofbeldi. Þar segir m.a. að hjúkrunarfræðingar sem og aðrir heilbrigðisstarfsmenn séu oft í þeirri aðstöðu að þekkja til heimila þar sem ofbeldi á sér stað og geti því brugðist við aðstæðunum og þannig rofið vítahring ofbeldisins. Heilbrigðisstarfsfólk getur oft greint ummerki ofbeldis í heimavitjunum eða við meðferð á slysavarðstofum. Hjúkr- unarfræðingar eru oft fyrsta og eina hjálpin sem stendur fórnarlömbum ofbeldis til boða, hvort sem þeir eru í vitjunum á heimilum, fangelsum eða á hjúkrunarheimilum. En til að geta komið í veg fyrir ofbeldi þarf að byrja á því að greina það. Sumar heilbrigðisstofnanir hafa tekið upp þann sið að spyrja alla sjúklinga hvort þeir hafi orðið fyrir ofbeldi. Hjúkrunarfræðingum hefur einnig víða verið kennt að þekkja þau einkenni sem setja svip sinn á þolendur ofbeldis og á þann hátt hefur í sumum tilfellum verið hægt að greina fimm sinnum fleiri fórnarlömb meðal sjúklinga sumra stofnana. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að vera óhræddir við að spyrja hvort viðkomandi hafi verið Námskeíð Endurmennt- unarstofnunar Endurhæfing iungnasjúklinga í samstarfi við FFHLE, Félag fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu Fjallað verður um langvinna lungnasjúkdóma og endurhæfingu lungnasjúklinga. Umsjón: Dóra Lúðvíksdóttir, lungnasérfræðingur á Reykjalundi og Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Kennarar auk Dóru verða íslenskir og erlendir fyrirlesarar. Timi: 3. og 4. maí kl. 9:00-16:00 Verð: 13.800 kr. beittur ofbeldi ef grunur leikur á því en í mörgum tilfellum óskar skjólstæðingurinn eftir því að hann sé spurður. Hjúkrunarfræðingar eru einnig hvattir til að skapa jákvætt andrúmsloft svo skjólstæðingurinn geti sagt sögu sína. Þá eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að taka eftir ýmsum ummerkjum ofbeldis, svo sem stöðugum kvört- unum sjúklings sem virðast ekki stafa af líkamlegum orsökum, áverkum sem eru ekki í samræmi við skýringar á tiiurð þeirra, maka sem er óvenjuumhyggjusamur, stjórn- samur eða víkur ekki frá konu sinni, meiðslum á með- göngu, sjálfsmorðshugsunum sjúklings eða -tilrauna, og ef óeðlilega langur tími líður frá því viðkomandi verður fyrir áverka og þar til hann leitar læknisþjónustu. Lagt er til að konan sé spurð hvort hún eða börn hennar séu í bráðri hættu. Ef svo er, reynið að aðstoða hana við að taka ákvarðanir. Getur hún t.d. hringt í vin eða ættingja? Ef svo er ekki, bjóðið henni þá að hringja í kvennaathvarf. Skýrið út fyrir konunni rétt hennar, nauðganir og líkamsárásir eru refsiverðar í flestum löndum þó engin sérstök refsilög séu til varðandi heimilisofbeldi. Reynið að komast að hvert fórnarlömb ofbeldis geta leitað með börn sín og leitað réttar síns. Bjóðið upp á annan viðtalstíma. Reynið að skapa aðstöðu fyrir sjálfshjálparhópa, dreifið veggspjöldum og bæklingum um heimilisofbeldi, nauðg- anir og kynferðisofbeldi til að vekja athygli á því og hvetjið sjúklinga til að segja frá því ofbeldi sem þeir verða fyrir. Forðist að gefa konum, sem búa við ofbeldi, skap- breytingarlyf þar sem þau geta dregið úr hæfileikum þeirra til að sjá fyrir og verjast árásum makans. Komið á og eflið samskipti við kvennahópa og aðra aðila sem bjóða konum, sem verða fyrir ofbeldi, stuðning. AA-fundir hjúkrunarfræðinga AA fundir hjúkrunarfræðinga eru haldnir að Þingholtsstræti 17 (í húsnæði Kvennakirkjunnar) fimmtudaga kl. 17. 114 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.