Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 40
^Uev’ður IAÆs{A[\)AÚtAs{Í 5]úWómuv keiw.s Ávið JLOJLOZ Geðsjúkdómar og geðröskun eru rmeðai algengustu sjúk- dóma á íslandi. í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er talið að 22% þjóðarinnar verði fyrir einhvers konar geðröskun. Því má gera ráð fyrir að um 50.000 íslendingar, fimm ára og eldri, þjáist af einhvers konar geðtruflunum á hverjum tíma. Sjálfsvígum hjá ungum karlmönnum hefur fjölgað frá 1981-2000. Eitt af forgangsverkefnum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 er að dregið verði úr tíðni sjálfsvíga um 25% og dregið úr tíðni geðröskunar um 10%. Geðsjúkdómar og geðröskun kosta samfélagið meira en flestir aðrir sjúk- dómar því meira en fjórðungur þeirra sem fá fullan örorku- lífeyri fá hann vegna geðröskunar. Langtíðasta geðröskunin er svokölluð þunglyndis- röskun og má því gera ráð fyrir að markmið heilbrigðis- áætlunar muni að langstærstum hluta beinast að þessum hópi einstaklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur spáð því að þunglyndi verði næstalvarlegasti sjúkdómur heims árið 2020, en þunglyndi er nú talið vera í þriðja til fjórða sæti með tilliti til fötlunar og vanlíðanar. Ýmsar upplýsingar er að finna á netinu um þunglyndi, svo sem á slóðunum www.landlaeknir.is,www.persona.is, www.ged.is og www.netdoktor.is. Á fræðsluvef land- læknisembættisins segir m.a. í samantekt Þórðar Sig- mundssonar, geðlæknis, að talið sé að einn af hverjum fimm einstaklingum muni þjást af þunglyndi sem krefjist með- ferðar einhvern tímann á lífsleiðinni. Hann nefnir einnig helstu einkenni þunglyndis: • Breyting á útliti og hegðun. • Dapurlegt yfirbragð. • Tregða í tali og hreyfingum. Breyting á hugarástandi, tilfinningum. • Lækkað geðslag, depurð. • Kvíði, grátköst, óróleiki eða pirringur. • Oft dægursveifla, verri að morgni eða kveldi. Truflun á hugsun. • Einbeitingarleysi og gleymni. • Mikil vanmáttarkennd og vonleysi. • Sektarkennd og sjálfsásökun. • Svartsýni. • Framtaksleysi. Truflun á líkamsstarfsemi. • Þreyta, slen. • Svefntruflanir, oftast svefnleysi en stundum aukin svefnþörf. • Minnkuð matarlyst og megrun en stundum aukin matarlyst og þyngdaraukning. • Minnkuð kynhvöt. í samantekt Ólafs Bjarnasonar, sérfræðings í geðlækn- ingum á www.netdoktor.is, segir m.a. að margt bendi til þess að truflun sé á boðefnum í heila hjá fólki með þung- lyndi. Þannig sé minna af boðefninu noradrenalini en eðlilegt geti talist. Orsökin sé óþekkt en arfgengir þættir varðandi stjórn boðefnanna búi þar líklega að baki. Aðrir þættir, svo sem sálræn áföll, einstaka lyf, næring og fleira, hafi áhrif á boðefnin. Þunglyndislyf virðist virka með því að auka magn serótóníns í heila. Þar segir einnig að við þunglyndi sé þó sjaldnast hægt að benda á einhverja eina orsök, sjúkdómurinn sé oft alveg óskýranlegur þeim sem hefur hann og fjölskyldu hans. Þar segir enn fremur að batahorfur séu góðar og viðtalsmeðferð sé nægjanleg í auðveldustu tilfellunum. Möguleikar á því að læknast séu góðir og margir finni aðeins fyrir þunglyndi einu sinni á ævinni. Þó aukin fræðsla hafi dregið úr fordómum gagnvart geðröskun svo sem þunglyndi eru þeir þó enn talsvert lífsseigir. En sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit fremur en aðrir sjúkdómar eins og fram kemur í eftirfarandi viðtali. Félagsfundur 8. mars 2001 Félagsfundur var haldinn 8. mars og var fundarefni kosning fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu til setu á fulltrúaþingi. Reykjavíkurdeild á að tilnefna 45 fulltrúa á þingið. Enn vantar fulltrúa af Stór-Reykjavíkursvæðinu til setu á þinginu og eru þeir sem áhuga hafa hvattir til að hafa samband við skrifstofu. 120 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.