Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 45
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Réttíndi og skyldur starfsmanna ^Re^kjAuíkuY’boY'^AY' Kæru hjúkrunarfræðingar. Hér á eftir birtist samkomulag milli Reykjavíkurborgar annars vegar og aðildarfélaga BSRB, Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar. Samkomulagið var undirritað 27. febrúar 2001 og samþykkt í borgarráði 6. mars sl., frá og með 1. mars 2001. Samkomulagið leysir af hólmi eldri reglugerð um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar. Þetta er hliðstætt við reglur og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Af efnislegum nýmælum, sem felast í samkomulaginu, má nefna lengdan uppsagnarfrest starfsmanna 55 ára og eldri, sem hafa 10 ára samfelldan starfsaldur hjá Reykjavíkurborg. Einnig hefur verið skerpt á ákvæðum um að auglýsa störf og efni slíkra auglýsinga. Þá er sam- kvæmt samkomulaginu sett á fót sérstök samráðsnefnd sem skipuð er fulltrúum BSRB og Bandalags háskóla- manna annars vegar og fulltrúum Reykjavíkurborgar hins vegar. Skal hún taka til umfjöllunar mál sem snerta félagsmenn tiltekins félags og fjalla um túlkun og útfærslu einstakra ákvæða samkomulags þessa. SAMKOMULAG Reykjavíkurborgar annars vegar og aðildarfélaga BSRB og BHM og Félags íslenskra leikskólakennara hins vegar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar 1. gr. Gildissvið Samkomulag þetta tekur til allra starfsmanna Reykjavíkur- borgar sem eru félagsmenn í aðildarfélögum innan BSRB og BHM og Félagi íslenskra leikskólakennara sem heyra undir lög nr. 94/1986. 2. gr. Um auglýsingu starfa Það er skylda stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar að auglýsa öll laus störf laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf vegna fæðingarorlofs eða veikinda eða störf þar sem ráðning skal standa 12 mánuði eða skemur, tímavinnustörf, störf nema eða störf unglinga í vinnuskóla. Ef borgaryfirvöld líta svo á að ráða skuli í stöðu með uppfærslu innan starfsgreinarinnar eða frá hliðstæðum starfsgreinum skal staðan auglýst á þeim vettvangi einum. í starfsauglýsingu skal að lágmarki tilgreina: 1) Starfsheiti, starfstegund eða eftir atvikum stutta starfslýsingu. 2) Starfshlutfall ef ekki er um fullt starf að ræða. 3) Kröfur sem gerðar eru til starfsmanns. 4) Starfskjör í boði s.s. með orðunum „eftir hlutaðeigandi kjarasamningi opinberra starfsmanna". 5) Hver veitir nánari upplýsingar um starfið. 6) Hvert umsókn á að berast. 7) Hvenær starfsmaður skuli hefja starf. 8) Hvort umsókn eigi að vera á sérstöku eyðublaði og ef svo er hvar sé hægt að fá það. 9) Kröfur um gögn - ef einhver eru - sem eiga að fylgja umsókn. 10) Umsóknarfrest. 3. gr. Ráðning starfsmanna Ráðning á að byggjast á hæfni viðkomandi til að inna starfið vel af hendi og skal sá hæfasti ganga fyrir. Starfsmenn Reykjavíkurborgar skulu almennt ráðnir til starfa ótíma- bundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti. Reynslutími er þrír mánuðir. Heimilt er þó í undantekningartilvikum að semja í ráðningarsamningi um allt að 5 mánaða reynslutíma. Heimilt er að ráða starfsmann til starfa tímabundið og er unnt að taka fram í ráðningarsamningi að segja megi slíkum samningi upp af hálfu annars hvors aðilans áður en ráðning fellur sjálfkrafa úr gildi við lok samningstíma. Tímabundin ráðning skal þó aldrei vara samfellt lengur en í 2 ár. Ef stofnun eða fyrirtæki vill ráða starfsmann lengur skal það gert með ótímabundnum ráðningarsamningi. 4. gr. Ráðningarsamningar Skriflegur ráðningarsamningur skal gerður við starfsmann Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 125

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.