Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 49
%fflananna forsé^du': ,]
sem ffæðigreinar. Hún
‘\4X'Á ■< ; -- •
tímamótum við stofnun
Ársfundur Rannsóknarstofnunap-^DRfTffiFfflajB fvar 'ftfald-
inn þriðjudaginn 13. mars í húsnæði hjúkrunarfræðideildar
í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Efni fundarins var samstarf
hjúkrunarfræðideildar og Landspítala-háskólasjúkrahúss. j
Helga Jónsdóttir, formaður stjórnar Rannsóknarstofnunar í
hjúkrunarfræði, setti fundinn.
Þá ræddi Páll Skúlason, háskólarektor, um samstarf
Háskóla íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss. Til að
það yrði sem farsælast sagði hann að til staðar yrðu að vera
skýr sameiginleg markmið, viðurkenning á sérstöðu hvorrar
stofnunar og vilji til samstarfs. Hann ræddi m.a. hvað felst I
hugtökunum háskóli og sjúkrahús og þrjú meginhlutverk
sem háskólasjúkrahús hefði. Það væri í fyrsta lagi að tryggja
að nemendur í heilbrigðisfræðum hefðu viðeigandi aðstöðu
til að stunda sitt nám. Þá þyrfti háskólasjúkrahús að vera
virkt í rannsóknum og í þriðja lagi þyrfti að tryggja að
háskólafólk hefði góða aðstöðu til vinnu. Háskólasjúkrahús
væri ein stofnun og í hugtakinu og sameiningunni fælist ný
hugsun sem myndi halda áfram að mótast.
Marga Thome, forseti hjúkrunarfræðideildar, talaði um
framtíðarsýn hjúkrunarfræðideildar og nefndi þar m.a. að
meðal mikilvægustu verkefna væri að efla hjúkrunarþjón-
ustu, rannsóknir og kennslu. Hún lagði áherslu á að hjúkr-
unar- og Ijósmóðurfræði, sem væru meðal tveggja yngstu
fræðigreina háskólans, væru starfsmiðaðar greinar og
þekking væri það lykilorð sem rannsóknir snerist um og
auðlind sem ekki mætti sóa. Þá fjallaði Magnús Pétursson,
forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, um Landspítala-
háskólasjúkrahús og háskólahugtakið og nefndi í því
sambandi helstu markmið spítalans sem eru annars vegar
þjónusta við skjólstæðinga og hins vegar þekkingaröflun
og þekkingarmiðlun skjólstæðingum til hagsbóta. Hann
lagði áherslu á að óformlegt samstarf hefði verið milli
stofnananna lengi en með samningnum væri verið að
koma á hagræðingu varðandi stjórn og skipulag og unnið
væri að sameiginlegri stefnu varðandi vísindi og rannsóknir.
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítala-
háskólasjúkrahúss, ræddi m.a. um gagnkvæm starfstengsl
hjúkrunarfræðideildar og Landspítala-háskólasjúkrahúss.
: sagði^H___________________
áframhaldandi þróunar hjukrunar
sagói hjúkrunárfræðinga standa á
■ ,r. "■?.' "-vrÁÍi^ju, •' - ’ - . -
hjúkrunarfræðideildar og háskólasjúkrahúss og! kynnti
hugmyndir sem komið hafa fram um samstarf. Þá fjallaði
Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Skrifstofu kennslu og
fræða, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, um jafnrétti til
kennslu og rannsókna á háskólasjúkrahúsi, sem byggðist
m.a. á menntun starfsfólks, formlegri stöðu, aðstöðu,
aðgengi að vísindastyrkjum, vísindastefnu og tækni.
Helga Jónsdóttir, formaður stjórnar Rannsóknastofnunar
í hjúkrunarfræði, fjallaði um hjúkrunarrannsóknir sem auðlind
á háskólasjúkrahúsi og sagði m.a. að rannsókn Maríu
Finnsdóttur 1984 hefði markað upphaf hjúkrunarrannsókna
hér á landi, en síðan hefði mikið vatn runnið til sjávar og í
dag mætti skipta hjúkrunarrannsóknum í þrjú svið, í fyrsta
lagi rannsóknir sem tengjast hjúkrunarstarfinu, í öðru lagi
lýsingar á líðan og einkennum sjúklinga og í þriðja lagi með-
ferðarrannsóknir. Hún lagði áherslu á að viðfangsefni rann-
sókna spryttu fram í daglegu starfi og því þyrfti rannsakandi
að vera í góðum tengslum við starfsvettvanginn.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sérfræðingur á Rann-
sóknarstofnun í hjúkrunarfræði og verkefnisstjóri á barnasviði
Landspítala-háskólasjúkrahúsi var síðust á mælendaskrá og
fjallaði um samþættingu rannsókna og klínísks starfs. Hún
sagðist m.a. vera í hópi fyrstu nemenda sem útskrifuðust úr
meistaranámi frá HÍ og hefðu þær allar mikinn áhuga á að
nýta hæfileika sína í starfi, halda áfram rannsóknum og þróa
þannig þekkingargrunn íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Þá voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til hjúkrunar-
rannsókna. María Finnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir fyrstu
rannsókn sem hjúkrunarfræðingur gerir hér á landi og
Sóley S. Bender, sem er að vinna að doktorsrannsókn,
fékk hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur í rannsóknum
á undanförnum árum en hún vinnur rannsóknir á ýmsum
sviðum kynheilbrigðis. Að loknu kaffi voru pallborðs-
umræður sem framsögufólk tók þátt í en stjórnandi
umræðna var Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent. Fundar-
stjóri var Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor. -vkj
129
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001