Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 51
Markmið 1 - Samábyrgð um heilbrigði Evrópumarkmið: Árið 2020 verði munurinn á heilbrigðisástandi ríkja á starfs- svæði Evrópuskrifstofu WHO þriðjungi minni en hann er. íslensk markmið til 2010: 1. Ungbarnadauði verði minni en þrjú dauðsföll á hverja 1.000 fædda. 2. Dregið verði úr slysum og slysadauða barna um 25%. 3. Fylgt verði leiðbeiningum landlæknis varðandi reglu- bundið mat á andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska barna á aldrinum 6 ára og yngri. íslensk markmið til 2010: 1. ísland verði ávallt meðal þeirra fimm þjóða sem búa við besta heilbrigðisþjónustu í heiminum samkvæmt gæðakvörðum Sameinuðu þjóðanna. 2. Upphæð, sem samsvarar 1% af heilbrigðisútgjöldum, verði varið til aðstoðar öðrum löndum við uppbyggingu og þróun heilbrigðisþjónustu. 3. Stuðlað verði að því að velta heilbrigðistækniiðnaðarins samsvari 1/3 af útgjöldum hins opinbera til heilbrigðis- mála. Markmið 2 - Jafnræði til heilbrigðis Evrópumarkmið: Árið 2020 verði sá munur, sem er á heilbrigðisástandi einstakra þjóðfélagshópa, a.m.k. fjórðungi minni en hann er nú innan aðildarríkjanna. Beitt verði sértækum aðgerðum til þess að bæta heilsufar þeirra hópa sem verst eru settir. íslensk markmið til 2010: 1. Dregið verði úr mun á lífslíkum einstakra þjóðfélags- hópa um a.m.k. 25%. 2. Dregið verði úr mun á aðgengi þjóðfélagshópa og íbúa mismunandi byggðarlaga að heilbrigðisþjónustu. 3. Tryggt verði að þeir sem vegna æsku, fötlunar eða öldrunar eiga erfitt með að gæta réttar síns njóti jafnræðis á við aðra. Markmið 3 - Heil- brigt líf frá upphafí Evrópumarkmið: Árið 2020 verði heilsufar nýfæddra barna, ungbarna og barna á leikskólaaldri betra en nú og börnum verði tryggð heilbrigð upp- vaxtarskilyrði frá upphafi. Markmið 4 - Heilsufar ungs fólks Evrópumarkmið: Árið 2020 verði ungt fólk á Evrópusvæðinu heilbrigðara og færara um að rækja hlutverk sitt í þjóðfélaginu. íslensk markmið til 2010: 1. Dregið verði úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks um 25%. 2. Dregið verði úr reykingum ungs fólks um 50%. 3. Dregið verði úr slysum og dauðaslysum ungs fólks um 25%. 4. Dregið verði úr fóstureyðingum um 25% og ótíma- bærum þungunum meðal stúlkna 19 ára og yngri fækki um 50%. Markmið 5 - Heilbrigð öldrun Evrópumarkmið: Árið 2020 á fólk 65 ára og eldra að hafa tækifæri til þess að njóta góðrar heilsu að fullu og gegna virku félagslegu hlutverki í þjóðfélaginu. íslensk markmið til 2010: 1. Yfir 70% íbúa 80 ára og eldri verði við það góða heilsu að þeir geti með viðeigandi stuðningi búið heima og tekið virkan þátt í daglegu lífi. 2. A.m.k. 85% aldraðra verði áriega bólusettir gegn inflúensu og á tíu ára fresti gegn lungnabólgu- bakteríum. 3. Reglubundin heilbrigðisskoðun og athugun á mati íbúa 65 ára og eldri á eigin heilsu. 4. Bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk, sem er í mjög brýnni þörf, verði ekki meiri en 90 dagar. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001 131

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.