Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 52
Markmið 6 - Bætt
geðheilbrigði
Evrópumarkmið:
Árið 2020 verði andleg og félagsleg
vellíðan fólks meiri, þjónusta víðtækari
og aðgengilegri fólki með geðræn
vandamál.
íslensk markmið til 2010:
1. Dregið verði úr tíðni geðröskunar um 10%.
2. Dregið verði úr tíðni sjálfsvíga um 25%.
3. Geðheilbrigðisþjónusta nái árlega til 2% barna og
unglinga 18 ára og yngri, óháð búsetu.
4. Bætt verði aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og
meðferðarrúrræðum fjölgað.
Markmið 7 - Dregið verði úr
smitsjúkdómum
Evrópumarkmið:
Árið 2020 verði búið að draga verulega úr skaðlegum
afleiðingum smitsjúkdóma og með skipulegum aðgerðum
búið að útrýma, einangra eða hamla gegn sóttnæmum
sjúkdómum sem þýðingu hafa fyrir heilbrigðisástandið.
íslensk markmið til 2010:
1. Viðhaldið verði öflugum forvörnum gegn smitsjúk-
dómum með ónæmisaðgerðum.
2. Rauðum hundum og hettusótt verði útrýmt.
3. Dregið verði úr nýgengi klamidíu um 50%.
4. Bætt verði og aukin kögun á smitsjúkdómum með
skipulegri skráningu, markvissum viðbrögðum og sam-
vinnu við erlenda aðila.
5. Dregið verði úr ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum.
6. Eflt verði upplýsingastarf og fræðsla fyrir almenning og
fagfólk um farsóttir og sóttvarnir.
Markmið 8 - Dregið verði úr lang-
vinnum sjúkdómum
Evrópumarkmið:
Árið 2020 verði búið að draga eins og mögulegt er úr
dánartíðni, örorku og ótímabærum dauðsföllum af völdum
langvinnra sjúkdóma á Evrópusvæðinu.
íslensk markmið til 2010:
1. Dregið verði úr dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúk-
dóma hjá aldurshópnum 25-74 ára: um 20% hjá
körlum og 10% hjá konum.
2. Dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina hjá fólki
yngra en 75 ára um 10%.
3. Dregið verði áfram skipulega úr veikindum, örorku og
dánartíðni vegna öndunarfærasjúkdóma, stoðkerfis-
vandamála og annarra langvinnra sjúkdóma um
þriðjung.
Markmið 9 - Dregið verði úr ofbeldi
og slysum
Evrópumarkmið:
Árið 2020 verði búið að draga verulega og varanlega úr
meiðslum, örorku og dauða sem orsakast af slysum og
ofbeldi á Evrópusvæðinu.
íslensk markmið til 2010:
1. Dánartíðni og örorka vegna umferðarslysa lækki um
a.m.k. 25%.
2. Dánartíðni og örorka vegna slysa á vinnustað, heimilum
og í skóla lækki um 25%.
3. Dregið verði úr tíðni og dauðsfölllum vegna heimilis-
ofbeldis, kynferðissofbeldis og annars ofbeldis um 25%.
Markmið 10 - Heilsusamlegt og
öruggt umhverfi
Evrópumarkmið:
Árið 2020 lifi fólk á Evrópusvæðinu í öruggara umhverfi,
standi ekki varnarlaust gagnvart eiturefnum sem eru
hættuleg heilsunni og fylgt verði alþjóðlega viðurkenndum
öryggisstöðlum.
íslensk markmið til 2010:
1. Framlög til heilbrigðisrannsókna verði tvöfölduð.
2. Gerð verði landsáætlun í umhverfis- og heilbrigðismál-
um (NEHAP).
3. Skipulegt mat verði reglulega gert á áhrifum umhverfis-
þátta og vinnuaðstæðna á heilsufar fólks.
Markmið 11 -
Heilbrigðari lífshættir
Evrópumarkmið:
Árið 2015 hafi fólk í öllum
þjóðfélagsstéttum tamið sér
heilbrigðari lífshætti.
íslensk markmið til 2010:
1. Stuðlað verði að þvi að fólk neyti sem fjölbreyttastrar
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001
132