Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 54
Markmið 17 - Fjármögnun
heilbrigðisþjónustu
Evrópumarkmið:
Árið 2010 hafi öll aðildarríkin tryggt fjármögnun og skipt-
ingu fjárveitinga til heilbrigðiskerfisins á grundvelli jafns
aðgangs, hagkvæmni, samábyrgðar og mestu hugsan-
legu gæða.
íslensk markmið til 2010:
1. Þjónustusamningar verði gerðir við allar heiibrigðis-
stofnanir landsins til þriggja ára í senn.
2. Þróun framlaga til heilbrigðisþjónustu verði ekki undir
árlegum meðalvexti þjóðartekna.
Markmið 18 - Mannafli í þágu
heilbrigðis
Evrópumarkmið:
Árið 2010 skulu öil aðildarríkin hafa tryggt að allar
heilbrigðisstéttir og fagstéttir í öðrum geirum samfélagsins
hafi tileinkað sér viðeigandi þekkingu, viðhorf og hæfni á
sviði heilsuverndar og heilsueflingar.
íslensk markmið til 2010:
1. Árlega verði spáð fyrir um mannaflaþörf heilbrigðisþjón-
ustunnar til næstu fimm til tíu ára.
2. Aðgangur að námi heilbrigðisstétta taki þegar mið af
mannaflaþörf heilbrigðisþjónustunnar.
3. Námskrár heilbrigðisstétta taki mið af heilsuþörfum
þjóðarinnar og framkvæmd heilbrigðisáætlunar.
Markmið 19 - Rannsóknir og þekking
í þágu heilbrigðis
Evrópumarkmið:
Árið 2005 skulu öll aðildar-
ríkin stunda heilbrigðisrann-
sóknir og hafa komið sér
upp upplýsinga- og sam-
skiptakerfum sem styðja
betur öflun, virka nýtingu og útbreiðslu þekkingar til þess að
geta framfylgt stefnu WHO um heilsu fyrir alla.
íslensk markmið til 2010:
1. Framlög til rannsókna og þróunarstarfa verði a.m.k.
2% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála.
2. Árlega verði 3-5% af fjárframlögum til heilbrigðisstofn-
ana varið til kaupa og endurnýjunar á tölvum, lækn-
ingatækjum og öðrum tækjabúnaði.
Markmið 20 - Efling samstarfs í þágu
heilbrigðis
Evrópumarkmið:
Árið 2005 verði búið að fá einstaklinga, hópa og skipulögð
samtök til samstarfs um framkvæmd stefnumörkunar
WHO um heilbrigði fyrir alla, innan opinbera geirans,
einkageirans og almennt í þjóðfélaginu.
íslensk markmið til 2010:
1. Unnið verði að víðtækri samfélagsþátttöku um fram-
kvæmd stefnumörkunar WHO og íslensku heilbrigðis-
áætlunarinnar.
2. Skipulega verði kannað á hvern hátt hver samfélags-
geiri eða atvinnugrein getur lagt sitt af mörkum til þess
að bæta heilsufar þjóðarinnar.
Markmið 21 -
Stefnumál og
aðgerðir í þágu heilsu
fyrir alla
Evrópumarkmið:
Árið 2010 skulu öll aðildarríkin
vera virk í framkvæmd stefnu-
mörkunar um heilbrigði fyrir alla á landsvísu og svæðis-
bundið eða á staðbundnum vettvangi. Þetta starf verður
að grundvallast á viðeigandi stofnananeti, stjórnkerfi og
skapandi forystu.
íslensk markmið til 2010:
1. Skipulags- og stjórnkerfi heilbrigðismála verði endur-
skoðað með hliðsjón af stefnumörkun WHO og
framkvæmd heilbrigðisáætlunarinnar.
2. Skilgreind verði frekari skammtíma- og langtímamark-
mið, mælikvarðar og forgangsmál í heilbrigðismálum
ásamt aðgerðum og leiðum til þess að ná settum
markmiðum, sbr. skýrslu um forgangsröðun.
3. Ákvarðanir verði teknar um verkaskiptingu ríkis, lands-
hluta og sveitarfélaga í heilbrigðismálum.
Lokað á skrifstofunni í
sumar
Lokað verður vegna sumarleyfa starfsfólks á
skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
frá 16. júlí til 7. ágúst 2001.
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001
134