Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Side 59
HJÚKRUN 2001 Ráðstefnan HJÚKRUN 2001: Rannsóknir í hjúkrun - framtíðarsýn, verður haldin dagana 27.-28. september 2001 Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar rannsóknir í hjúkrun. Gestafyrirlesarar verða Mariah Snyder, prófessor við háskóiann í Minnesota og Gyða Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sérfræðingur á heilbrigðistæknisviði hjá íslenskri erðagreiningu. Mariah Snyder hefur rannsakað og birt fjölda greina og bókarkafla m.a. um ýmiss meðferðarform í hjúkrun og um hjúkrunarmeðferð almennt. Hún er hvað þekktust fyrir bækur sínar um hjúkunarmeðferð, en nýjasta bók hennar ber heitið Complementary/Alternative Therapies in Nursing sem hún ritstýrir ásamt prófessor Ruth Lindquist. Mariah Snyder var einn aðalhvatamaður að stofnun þverfaglegs náms í stuðningsmeðferðarformum (complementary and alternative therapies) við Háskólann í Minnesota og hefur sú námsleið hlotið mikla athygli þar í landi. Gyða Björnsdóttir lauk Mastersgráðu frá Wisconsinháskóla í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum 1999 og stundar nú doktorsnám í hjúkrun með iðnaðarverkfræði og upplýsingatækni sem undirgrein við sama skóla. Gyða réðst til starfa hjá íslenskri erfðagreiningu haustið 2000 og starfar þar í heilbrigðishópi gagnagrunnssviðs. Doktors- verkefni hennar fjallar um notkun upplýsingatækni til að auðvelda sjúklingum aðgengi að heilsufarsupplýsingum. Auglýst er eftir útdráttum fyrir HJÚKRUN 2001 Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna rannsóknarverkefni sín á ráðstefnunni HJÚKRUN 2001. Skilafrestur útdrátta er 1. júní 2001. Titill verkefnisins:_______________________________________________________________________________ Nafn höfundar (samskiptaaðila ef við á)____________________________________________________________ Heimilisfang:______________________________________________________________________________________ Sími:_____________________ Fax:___________________ Netfang:________________________________________ Vinnustaður:_______________________________________________________________________________________ Aðrir höfundar verkefnisins:_______________________________________________________________________ Vinsamlega látið í Ijósi óskir um aðferð við kynningu: / Fyrirlestur (20 mín. + 5 mín. umræður) / Myndbandssýning / Veggspjaldakynning Ef verkefnið verður valið á ráðstefnuna samþykki ég að kynna það og leyfi fjölritun meðfylgjandi útdráttar fyrir aðra ráðstefnugesti. Undirskrift:_________________________________________________________ Vinsamlega skrifið útdrætti ykkar í reitinn hinu megin á blaðinu. Undirstrikið þann sem kynnir erindið ef höfundar eru fleiri en einn. Sendist til: Aðalbjargar J. Finnbogadóttur, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, fax: 540 6401 og netfang: adalbjorg@hjukrun.is fyrir 1. júní 2001. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001 139

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.