Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 70
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. I Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Laura Sch. Thorsteinsson, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem tekur hér upp þráðinn. Guðbjörg Guðmundsdóttir Ég vona innilega að þegar þessi orð koma fyrir augu ykkar verði skipulag vinnustaðar míns ákveðið. Já, ég vinn á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi en það hét áður Sjúkra- hús Reykjavíkur og þar á undan Borgarspítalinn. Nafna- breytingarnar urðu í kjölfar samruna, fyrst þegar Borgar- spítalinn sameinaðist Landakotsspítala og síðan þegar Sjúkrahús Reykjavíkur sameinaðist Landspítalanum. Einhvern veginn virðist lengd nafnsins tengjast þeirri stærðaraukningu sem hefur orðið gegnum tíðina. Mér finnst ég vera óragömul þegar ég hugsa til baka til þess þegar ég byrjaði að venja komur mínar á Borgarspítal- ann árið 1969, þá sjö ára gömul. Pabbi vann þar og þar sem þeir voru þara tveir sérfræðingarnir í hans sérgrein sem tóku vaktir þá vann hann alltaf aðra hverja helgi. Til þess að við systur sæjum pabba þær helgar þá fórum við mæðgurnar þangað í hádegismat á sunnudögum, vinnuhelgarnar hans. Mér fannst þetta mikill ævintýraheimur, mötuneytið á Borgar- spítalanum. Allir voru vingjarnlegir og allir þekktu alla. Oftar en ekki þurfti pabbi að yfirgefa okkur að hálfkláraðri máltíð því einhver sjúklinganna þurfti á honum að halda. Ég ákvað snemma að verða hjúkrunarkona, fá að borða í mötuneytinu á Borgarspítalanum alltaf þegar ég vildi, fá að hjúkra veiku fólki og hjálpa því að ná heilsu. Svo leið tíminn og sérfræðingum í sérgrein pabba fjölgaði og hann var meira heima um helgar og við borðuðum sunnu- dagsmatinn heima. En ég hélt áfram að venja komur mínar á spítalann, ég hef skúrað hann, unnið sem ófaglærður starfs- kraftur, sem nemi og loks sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef séð margar breytingar á vinnustað mínum, oftast til að bæta þjón- ustu við sjúklinga en stundum hafa þær þó verið fram- kvæmdar af illri nauðsyn. Breytingarnar nú hljóta að miða að því að bæta þjónustuna, fyrir mér er a.m.k. rökrétt að á jafn litlu svæði og höfuðborgin er, sé leitast við að sameina þann auð sem liggur í sérhæfðu starfsfólki. En auðvitað er uggur í starfsfólkinu og sennilega er óvissan verst. Manneskjan er upp til hópa vanaföst. Flest búum við í sama húsnæði í mörg ár, flytjum ekki nema eitthvað komi til, svo sem fjölgun í fjölskyldunni þannig að gamla húsnæðið rúmar hana ekki lengur, eða að börnin fljúga úr hreiðrinu og gamla húsnæðið verður tómlegt fyrir tvær hræður. Þegar við svo flytjum förum við oft ekki langt. Þann sjötta febrúar síðastliðinn héldum við á lyflækningasviði II fræðsludag, fjallað var um breytingar og þau áhrif sem þær hafa á líf okkar. Við fengum frábæra fyrirlesara og málin voru reifuð frá ýmsum sjónarhornum. Nú þegar ég geng um ganga gamla Borgar- spítalans og spekúlera í framtíðinni, kemur mér í hug saga sem sr. Sigfinnur Þorleifsson sagði okkur á þessum fræðslu- degi. Hann sagði okkur frá því þegar hann og fjölskyldan fluttu í nýtt húsnæði. Þau tóku húsgögnin sín með og hann hófst handa við að raða upp stofuhúsgögnunum. Einhvern veginn fóru þau aldrei vel þar til honum var bent á að hann var alltaf að reyna að raða þeim upp eins og þau höfðu verið í gömlu stofunni. Þegar honum varð þetta Ijóst gat hann horft á nýju stofuna og raðað húsgögnunum inn svo þau fóru vel. Ég held að partur af uggnum meðal starfsfólks spítalans í dag stafi af tilhugsuninni um að geta ekki „raðað sínum hús- gögnum” eins og á gamla staðnum heldur verði einhver þar fyrir með „sín húsgögn”. Óneitanlega mun ég sakna Borgar- spítalans ef sá sjúklingahópur, sem ég hef sérhæft mig í að hjúkra, verður fluttur (eins og ég saknaði Faxaskjólsins, Baldursgötunnar og Nönnugötunnar þegar ég flutti þaðan), en tímarnir eru breyttir. Til dæmis eru sérfræðingar í sérgrein pabba orðnir a.m.k. 18 (og ég myndi einungis komast í mat u.þ.b. tvisvar á ári í mötuneytinu á Borgarspítalanuml), en þetta miðar allt að bættri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við læknum fleiri, veitum betri hjúkrun og auðvitað eykst sér- hæfing þegar við öðlumst meiri vitneskju um sjúkdóma og hvernig við getum hjálpað skjólstæðingum okkar að takast á við þá. Því skora ég á allt hjúkrunarfólk að halda ró sinni í þessum öldugangi, og hlakka til að sameinast öðrum og velja úr það besta af „húsgögnum” hvors staðar til að sjúklingum okkar líði sem best. Það hlýtur að vera tilgangurinn. Ég skora á Kristínu Alexíusdóttur að skrifa næsta þankastrik. 150 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.