Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 18
-8-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1988
ÞÁTTUR FRAMLEIÐNISJÓÐS LANDBÚNAÐARINS
I AÐLÖGUN SAUÐFJÁRFRAMLEIDSLUNNAR
AÐ MARKAÐRI LANDBÚNAÐARSTEFNIJ
Jóhannes Torfason
stjórnarformaður
I. Inneangur
Búvörulðgin no. 46/1985, með síðari breytingum eru veigamikill þáttur í
stefnumörkun fyrir landbúnaðinn. Skv. þeim er Framleiðnisjóði ætlað að vera tæki,
sem nota skal við framkvæmd ýmissa þátta sem þarf að breyta frá fyrra horfi.
Lykilorðin eru "efling nýrra viðfangsefna, breyting búskaparhátta, fjárhagsleg
endurskipulagning búreksturs og markaðsöflun."
Rétt er að rifja upp, að stjórn Framleiðnisjóðs er skipuð fulltrúum, sem eru
tilnefndir af Stéttarsambandi bænda, Búnaðarfélagi íslands, Búnaðarbanka íslands, og
Landbúnaðarráðuneyti, en formann skipar landbúnaðarráðherra án tilnefningar. Eru þar
samankomnir fulltrúar helstu hagsmunaaðila landbúnaðarins.
II. Fiármunir
Fjármunir sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar, eru í megindráttum af tvennum
upprunæ
1. Skv. 37. gr. 1. no. 46/85 svokallað útflutningsbótafé.
2. " 34.............hluti af fóðurgjaldi.
Skipting tekna af þessum liðum er þannig, í millj. kr.
1986 1222 i!£8 1989 I22Ö 1991 1992
Útfl.bótafé 149,2 272,0 429,0 430,0 430,0 430,0 430,0
Kjarngóðurgj. 20,5 11,0 12,0 12,0 12,0 12,0 12,0
Tölur fyrir árin 1986 og 1987 eru á verðlagi hvors árs, en tekjur áranna 1988
til 1992 eru áætlaðar. Hafa þarf í huga, að heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar
árin 1989 til 1992 er óviss stærð, svo og innkaupsverð kjarnfóðurs og skattlagning.
Heildartekjur á núverandi verðlagi gætu orðið 2.600 til 2.800 millj.