Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 19
-9-
Aðrar tekjur sjóðsins eru vextir og verðbætur af lánum, og sérstök ráðstöfun
kjarnfóðurgjalds að höfðu samráði við búgreinafélög, enda fénu varið til verkefna í
þeirra þágu.
III. Ráðstöfun fiármuna
Framleiðnisjóður hefur ráðstafað fé í þágu sauðfjárræktar til fjögurra megin
viðfangsefna, auk búháttabreytinga.
1. Árið 1985 hóf sjóðurinn, að kaupa og leigja búmark af bændum á lögbýlum,
sem voru að hasla sér völl í nýbúgreinum og skoðaðist greiðslan að hálfu sem
framlag til þess. í upphafi árs 1986 var hafin búmarksverslun án þess, að um
nýbúgrein væri jafnhliða að ræða.
Verslun með búmark var hætt í lok sept. 1986, þegar fullvirðisréttur kom til.
Nálega 2/3 hlutar búmarksviðskipta eru vegna sauðfjárframleiðslu.
2. í búvörusamningi S.B. og ríkisins fyrir verðlagsárið 1987/1988 var byggt á
þeim forsendum, að Framleiðnisjóður taki ábyrgð á 800 tonna framleiðslurétti
ásamt ríkissjóði, með kaupum eða leigu á fullvirðisrétti, eða verðtryggingu.
Einnig, að bændur fengju bættar afurðir vegna bústofnsfækkunar.
Þá þegar var bændum gert tilboð um að leigja, eða selja fullvirðisrétt og
um fækkunarsamninga.
Áætlað var að kaupa eða leigja þyrfti 44.000 ærg. fullvirðisrétt, og boðin
greiðsla fyrir ærgildi var kr. 4.200- miðað við byggingarvísitölu 281, eða kr.
5.160- á núverandi verðlagi.
Auk þessa förgunarbætur kr. 3.000- fyrir hverja kind. Einnig voru ýmis
sértilboð m.a. vegna riðuniðurskurðar og landfriðunar.
Þessi ábyrgð, sem var lögð á sjóðinn fól í sér 7% aukningu á fullvirðisrétti
og áætlað var að mundi kosta um 385 millj. auk 40 til 60 millj. vegna sértilboða
eða 425 til 445 millj.
Reyndin varð hinsvegar sú, að haustið 1986 samdist um kaup eða leigu á
um 450 tonna fullvirðisrétti, þar af eru samningar vegna riðu um 140 tonn. Geta
þeir orðið virkir til framleiðslu 1990.
Ovirkur réttur vegna samninga sjóðsins og Sauðfjárveikivarna s.l. haust var
um 570 tonn, og fellur því á sjóðinn, að greiða útflutningsbætur með 230
tonnum af þeim 800, sem hann ábyrgist.
Áætlaður kostnaður vegna þessa er a.m.k. 60 millj.
Nú í haust var til viðbótar samið um nálega 310 tonna rétt, eða alls um