Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 20
-10-
ca. 760 tonna rétt.
Tilboð þessi munu standa áfram, til að ná því sem á vantar og mæta því
sem kemur inn vegna riðu 1990.
Einnig eru víða óskir um að sjóðurinn aðstoði við skipti á fullvirðisrétti
kjöts og mjólkur á milli bænda.
3. Stuðningur sjóðsins á sviði markaðsmála sauðfjárafurða hófst 1985, og hefur
farið mjög vaxandi síðan.
í seinni tíð hefur verið mjög náið og gott samstarf við Markaðsnefnd
landbúnaðarins, gerð er starfsáætlun í upphafi árs, og unnið eftir henni.
4. Á árunum 1984 og 1985 var fjallað um fjárhagsvanda bænda af þar til settri
nefnd. Að tillögu nefndarinnar lagði Framleiðnisjóður fram fé, sem hefur verið
veitt bændum, til fjárhagslegrar endurskipulagningar á hefðbundnum búrekstri.
Er bæði um að ræða lán og framlög og viðkomandi bændur eru háðir eftirliti og
tilsögn Fjárhagskönnunarnefndar.
Vegna sauðfjárbænda nemur þessi stuðningur nú um 10 millj. króna, til 46
aðila og er um 55% af heildarstuðningi sjóðsins til þessa verkefnis.
5. Einn veigamesti þáttur í stuðningi Framleiðnisjóðs við bændur, felst í
framlögum til búháttabreytinga.
Erfitt er að meta, að hve miklu leyti þetta er stuðningur til að aðlaga
sauðfjárræktina að landbúnaðarstefnunni. Ljóst er þó, að mun fleiri bændur, sem
hafa fengið þessi framlög til framkvænda á jörðum sínum, stunda eða hafa
stundað sauðfjárrækt.
Þessi stuðningur hefur hvatt bændur til að reyna fleiri tekjuöflunarleiðir, enda
flest sund lokuð, til að auka framleiðslu sauðfjárafurða.
Framlög til búháttabreytinga hafa verið sem hér segir, 12 millj. árið 1985,
23 millj. árið 1986, 70 millj. árið 1987 og þegar er lofað tæplega 37 millj. á
þessu ári.
J