Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 51
-41-
legglengd og þverskurðarmál þeirra falla frá Hestbúinu, sem
mæld voru haustið 1987. Einnig eru sýnd vefjahlutföll, reiknuð
eftir líkingum, sem byggöar eru á gögnum úr krufningum á
dilkaföllum eftir gæðaflokkum (S.Þ og S.S.Th. 1985).
Fremrihluti töflunnar synir óleiðrétt meðaltöl, en aftari
hluti hennar synir meðaltölin eftir leiðréttingu að
meðalfallþunga lambanna, 16,87 kg. Til jafnaðar eru föllin
léttust i DI* en þyngst i DIIO.O, og nemur munurinn 6,9 kg.
Jafnframt sést að með aukinni þyngd fylgja stærri mál, þó ekki
undantekningarlaust. Föllin i DI* hafa þykkri bakvöðva með
stærra flatarmáli og þar af leiðandi hærra vöðvahlutfall en
föllin i DI enda þótt u.þ.b. 1 kg munur sé á fallþunga þessara
flokka. Þetta kemur ekki á óvart þar sem áður hefur verið synt
fram á yfirburði stjörnuflokksins i vefjasamsetningu og lögun
(S.Þ. og S.S.Th. 1985).
Samanburður kjötgæðaeiginleika við sama fallþunga bendir
til að lömbin i DIIO og DIIOO séu i eðli sinu mun lágfættari,
vöðvaminni og feitari en lömbin i DI* og DI, þ.e. fitusöfnun
byrjar fyrr á vaxtarskeiðinu hjá þeim, enda vógu lömbin i
DIIOO 1. júli á bilinu 25-30 kg. og i DIIO 20-25 kg. Svona
bráðþroska lömbum hefði þurft að slátra mun fyrr, sennilega
ekki siðar en um miðjan ágúst. Hins vegar verður að taka
reiknuðu gildin i aftari dálkum töflunnar með nokkrum
fyrirvara, vegna þess hve þyngdarleiðréttingin á DIIO og DIIOO
er mikil og þvi ótraust.
Yfirburðir fallanna i DI* m.t.t. kjötgæða eru ótviræðir.
Hrútar sem gefa slík lömb eru ómetanlegir fyrir kynbætur á
kjötgæðum, og verður að leggja allt kapp á að finna þá i
fjárstofninum og koma þeim i notkun á sæðingarstöðvum.
í 3. töflu er syndur samanburður á ymsum kjötgæða-
eiginleikum lamba frá Hesti og Skriðuklaustri, sem fram fór
haustið 1986. Á þessum búum hefur verið fylgt ólikum
ræktunarstefnum. Á Hesti er valið lágfætt, holdþétt fé, en á
Skriðuklaustri hefur vaxtarlag litið vægi i kynbótum.