Ráðunautafundur - 15.02.1988, Blaðsíða 55
-45-
Tvílembings hrútar Marktækni
Langl.- T (mm) Læra - 199 188 189 193 **
stig Framp. 3.4 4,5 4,7 4,3 **
stig Bakvöðvi, 3.4 4.4 4,2 4,1 **
AxB (cm2) Bakfita, 15,5 14.5 15,9 16.0 *
C (mm) Siðufita, 3,2 3.7 2,5 1.9 **
J (mm) 8,7 10.6 8,6 7.9 * *
Reiknuð aildi
vöðvi % 57,2 55,6 58,1 58,3
f ita % 26,6 29,4 26,4 25,5
bein % 12,5 11,1 11,4 11,8
*) P < 0,05
**) P < 0,01
í 5. töflu sést annars vegar faðerni, þungi og mál
hrútanna, sem prófaðir voru og hins vegar nokkur skrokkmál
afkvæmanna. Augljóst er, að hrútarnir sjálfir eru ólikir, bæði
að þunga og vaxtarlagi, en allir fengu þeir I. verðlaun
veturgamlir á hrútasýningu s.l. haust. Annars vegar er
hrúturinn Garri, þungur, fremur háfættur á sunnlenskan
mælikvarða, þó allsterkur i lærum, en hins vegar er Dvergur,
fremur léttur, fádæma lágfættur og sérlega þykkvaxinn. Milli
þessara tveggja liggja svo Kólfur og Glaður, hvað þunga og
legglengd varðar en Kólfur var dæmdur bestur þessara hrúta að
vaxtarlagi. Niðurstöður afkvæmarannsóknanna endurspegla að
verulegu leyti þessa íysingu á hrútunum. Garri gaf grófustu og
gisnustu föllin, álika feit og afkvæmi Kólfs en með heldur
minni vöðva. Dvergur gaf þéttvaxin föll, en þau voru, við 16.3
kg þunga, of feit og með litinn bakvöðva miðað við hina
hrútana. Föll undan Kólfi báru af, hvað lærahold varðar, enda
faðirinn óvenjulega holdsterkur i lærum, voru hóflega feit og
með ágætan bakvöðva. Loks koma föll undan Stramma syninum
Glað, vel gerð og talsvert fituminnst, með mesta bakvöðvann.
Reiknuðu gildin fyrir vefjahlutföll endurspegla þessa íysingu.
Undan Dverg féllu 4 föll (25%) i mati vegna offitu og 1 fór i
stjörnuflokk. Kólfur gaf 3 föll i stjörnu og Glaður eitt, en
Garralömb fóru öll i 1. flokk.