Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 56
-46-
Þetta sýnir, að forðast beri öfgar i úrvali fyrir
vaxtarlagi.
Þessi dæmi sem hér hafa verið rakin sýna skýrt gildi
nákvæmra afkvæmarannsókna þegar kjöteiginleikar eru annars
vegar.
Lengi hefur verið deilt um þýðingu vaxtarlags bæði
hérlendis og erlendis. Um það á þó ekki að þurfa að deila, að
ýmsir mikilvægir kjötgæðaeiginleikar eru nátengdir vaxtarlagi
fjárins, og þetta er þvi meira atriði hér á landi en viða
erlendis, sem breytileikinn i islenska fénu er meiri en i
þaulræktuðum erlendum holdakynjum. Að því hníga flest rök, að
taka beri áfram tillit til vaxtarlags i kynbótastarfinu, ekki
siður en áður, en stórauknar afkvæmarannsóknir eru forsenda
þess, að ræktunin geti skilað þeim árangri á komandi árum, sem
krafist er.
Búnaðarfélag fslands hefur um árabil aðstoðað bændur við
afkvæmarannsóknir á hrútum. Þátttakan er þó enn litil. Þessar
rannsóknir hafa miðað að þvi að auka vaxtargetu og bæta
vaxtarlag, en engar þverskurðarmælingar á vefjum hafa farið
fram fyrr en byrjað var að mæla fituþykkt á siðunni 1986.
Siðastliðin tvö haust voru skipulagðar fitumælingar á öllum
sláturlömbum frá nokkrum völdum búum i Borgarfirði og Norður-
Þingeyjarsýslu. Uppgjör hefur farið fram á tveimur búum, þar
sem mæld voru föll undan sömu hrútum bæði árin.
í þessum rannsóknum kom fram verulegur og hámarktækur
munur milli hrúta, allt að 2-3 mm mismunur, og samræmið milli
ára var mjög gott, þ.e. röð hrútanna með tilliti til
fituþykktar var svipuð bæði árin. Þetta staðfestir enn
möguleikann til að stunda árangursríkt úrval gegn fitusöfnun.
Það sem á vantar til að rannsókn sem þessi beri enn meiri
árangur er þverskurðarmælingar á bakvöðvanum. Sú mæling krefst
þess hins vegar að skrokkarnir séu skornir sundur, en slikt er
of vinnufrekt og dýrt til að hægt sé að taka það upp i stórum
stil.
Hins vegar er það eitt brýnasta verkefni i kynbótastarfi
komandi ára að koma á skipulegum afkvæmarannsóknum á kjötgæðum
allra hrúta, sem valdir verða á sæðingarstöðvar, áður en þeir
eru teknir i notkun.