Ráðunautafundur - 15.02.1988, Qupperneq 62
-52-
Meóalþvermál ullarhára var á bilinu 20.7 my til 23.6 my í þessum
rannsóknum (Stefán Aðalsteinsson, 1975).
Á árunum 1984 og 1985 voru tekin ullarsýni af sláturlömbum
og mældir eiginleikar á þeli og togi. Helstu niðurstöður eru í
2. töflu.
2. tafla. Meðaltöl og meðalfrávik mælinga á ull af
haustlömbum.
1984 1985
mt. m.fráv. mt. m.fráv.
Fjöldi lamba 548 475
Toglengd, sm 20,7 2,37 21,2 2,32
Þellengd, sm 6,4 1,08 8,9* 1,70
Þvermál togs, my 54,4 4,28 56,8 4,51
Þvermál þels, my 23,3 2,14 22,8 1,89
Hærur i þeli (0-3) 1,2 0,67 1,2 0,49
% merghár i togi 40,1 20,6 47,8 23,4
* Munur á þellengd milli ára stafar af mismun á mælingaaðferð.
Einkennandi er hversu breytileiki er mikill i lengd og
grófleika toghára og í útbreiðslu merghára i togi (Emma
Eyþórsdóttir, 1987).
Helstu eðliskostir og sérkenni islenskrar ullar felast i
eiginleikum þels og togs hvors um sig. Þelið er mjúkt og
óreglulega hrokkið. Það heldur vel i sér lofti og hefur þvi
gott einangrunargildi. Togió er hins vegar mjög sterkt og
gljáandi. Ullin er mjög fjaðurmögnuó og ullarhárin leitast við
aö halda upprunalegu lagi.
Eðlisgallarnir eru gulur litur á hvitri ull, of mikið af
óhreinum litum, og of gróft og misjafnt tog. Afleiðingar eru
þær, aö nær ómögulegt er að vinna hvitt band úr islenskri ull og
erfitt aó spinna jafnan þráð úr óaðskilinni ull (Guðjón
Kristinsson, 1986) . Við þetta bætast siðan gallar á ullinni,
sem stafa af húsvistarskemmdum og óhreinindum, svo sem heymori
o.fl.
Tvilita ullin nýtist illa og mun stór hluti hennar vera
fluttur út óunninn, ásamt ull i III. flokki.
Til þess að bæta upp galla, sem iönaóurinn telur spilla