Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 67
-57-
Orval fyrir auknu ullarmagni getur haft þrenns konar áhrif:
- Þéttleiki hársekkja i húðinni vex, þannig að fleiri
ullarhár vaxa á kindinni.
- Féð stækkar, sem leióir til aukins yfirborós og þar með
meiri ullar.
- Ullarhárin verða lengri og/eða grófari og þvi verður
reyfið þyngra.
Fyrsti kosturinn æskilegastur, þar sem hvorki er vænlegt að
stækka féð né gera ullina grófari. Aukinn ullarvöxtur i formi
lengri hára þarf ekki að hafa veruleg áhrif á grófleika en
almennt þarf aö gæta þess að togið verði ekki of gróft ef valið
er fyrir aukinni ull (Ryder og Stephenson, 1968). Sú skoðun
hefur komiö fram aó ekki sé ráðlegt aó auka ullarmagn vegna
hættu á of þungum mokkaskinnum (Sveinn Hallgrimsson, 1981). Ég
tel þessa hættu tiltölulega litla, þó ullarmagn sé aukið um 0,5
til 1 kg. Einnig ber að gæta þess aó aukin ull skilar sér beint
i auknum tekjum til framleiðenda.
Hægt er með allmiklu öryggi að gefa einkunnir fyrir
ullarmagn og grófleika á togi á haustlömbum. Fylgni einkunna
fyrir ull á haustlömbum og mælinga á sömu eiginleikum er
tiltölulega góð, sem sýnir að möguleikar eru á að nota
einkunnagjöf fyrir þessa eiginleika við val á kynbótafé (Emma
Eyþórsdóttir, 1987). Til þess aó styðja slika dóma og tryggja
framfarir, er æskilegt koma upp lágmarksaðstöðu til
smásjármælinga á ullarsýnum.
Tviskinnungur er alvarlegasti gallinn i mokkaskinnum eins
og áóur hefur verið bent á. Ötrýming hans er nokkrum
erfiðleikum bundin i framkvæmd, þar sem afkvæmarannsóknir eru
eina leiðin til þess að dæma kynbótagildi hrúta varðandi
tviskinnung við núverandi aöstæður.
Geröar hafa verið tilraunir til að safna gærum af lömbum
undan hrútum á sæóingastöðvunum undanfarin 3 ár. Þetta hefur
reynst mjög erfitt i framkvæmd og litlar upplýsingar fengist
nema árió 1985. Afkvæmarannsóknir vegna tviskinnungs þarf að
gera á hrútum, sem koma til greina á sæðingastöó, áður en þeir
koma inn til notkunar. Erfitt getur verið aó hætta við notkun
hrúta, sem gefa mikinn tviskinnung eftir aö þeir eru komnir inn
á sæðingastöð. Áhugi hefur komiö fram á að afkvæmarannsaka