Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 119
-109-
RflÐllNflUT AFUNDUR 1988
VflTN 0 G VflRMI TIL FISKELDIS
Freysteinn Sigurðsson
Orkustofnun
I. Náttúruforsendur fiskallfs
Fiskar eru lagardýr og þurfa vatn til að lifa í. Þeir
hafa misheitt blóð, en dafna best við ákveðinn kjörhita.
Ferskvatn hér á landi er yfirleitt fremur kalt og I flestum
tilvikum kaldara en kjörhiti þeirra eldisfiska, sem mest
hefur verið ritt um hérlendis, lax og silungs. Jarðhitinn
kemur þá að gdðum notum til að hita vatnið upp. Sömuleiðis
eru möguleikar á notkun vatnsknúinna varmadælna, þar sem
stöðug og viðráðanleg fallvötn eru fyrir hendi. Mengun
hvers konar getur verið skaðleg heilsu fiskanna og valdið
verulegum afföllum í fiskeldinu. Vatnið þarf því að vera
nægjanlega hreint. Hér verður fjallað um ferskvatn og
jarðhita I byggðum landsins sem vænlegar forsendur fiskeldis
og rannsóknir á þeim.
II. Jarðforsendur vatns oq varma
1. Grunnvatn og vatnsgæf jarðlög
Jarðhitinn er borinn til yfirborðs af grunnvatni, sem
farið hefur djúpt í jörð. Bezta ferskvatn til fiskeldis er
einnig grunnvatn, þar eð yf i rborðsvatni er mun hættara við
mengun hverskonar. Allt þetta vatn er sístreymandi við
náttúrulegar aðstæður og tekur þátt í hringrás vatnsins á
yfirborði jarðar og í jörðu niðri. Til jarðar er það komið
úr úrkomu þeirri, sem á landið fellur. Hún er misdreifð um
landið og eftir árstíðum. Einungis sá hluti hennar ,sem
sígur niður, tekur þátt í streymi grunnvatnsins. Þessi
hluti er stór, þar sem jarðlög eru lek, en það er einkum á
síðkvarteru gosbeltunum. Tertíert og árkvartert berg er
víðast orðið þétt að kalla, mest vegna ummyndunar. Þar
safnast grunnvatn einkum í laus setlög, sem myndast hafa
eftir að ísa1darjök1arnir hurfu af landinu, en þeir
hreinsuðu hin lausu setlög af landinu á sínum tíma og fluttu
þau út í hafsauga. Setlög þau, sem jöklarnir skildu eftir
sig sjálfa, eru yfirleitt langþvæld og litið lek. Llndasvæði
eru því langstærst I tengslum við síðkvarter jarðlög.
Sprungur og jarð1agaskipan geta beint sigvatni og