Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 178
-168-
III. Heyverkun og hollusta heysins
I eftirfarandi kafla veröur fjallað um heyverkunina með
tilliti til þeirra áhrifa, sem hún getur haft á þrif
örverugróðurs i heyi, en eins og áður er sagt er langt siðan að
grunur vaknaði um heilsuspillandi áhrif hans (1). Með verkun
heysins er lagður grundvöllur að þvi, sem siðar gerist i heyinu.
Þá kann að reynast dýrt og jafnvel ógerlegt að ráða bót á þvi,
sem úrskeiðis fór i byrjun. Þesu samhengi má ekki gleyma.
Með hliðsjón af yfirskrift erindaflokksins verður athyglinni
i þessum kafla einkum beint að þáttum, sem varða þurrheysgerðina,
enda er megin hluti töðufengs landsmanna verkaður þannig.
Ennfremur virðast alvarlegir heilsuskaðar bænda tengdari þurrheyi
en öðru fóðri. Hafa verður hugfast, að það, sem veldur hirðinum
heilsutjóni, getur lika valdið búfénu óþægindum og heilsuskaða.
Er sú hlið málsins engu þýðingarminni en hin, sem að manninum
veit.
1. Vöxtur og þrif örveranna
I heyi þrifast ýmsar örverur. Nefna má bakteriur, sveppi og
heymaura - hver með sin sérkenni og markaðar kröfur til
umhverfis. 1 heyinu hafa örverurnar flest sem til lifsins þarf:
vatn, súrefni, yl og næringu. Við hagstæð skilyrði auka þær kyn
sitt með undraverðum hraða. örverur þessar eru i besta falli
meinlausar, en oftar þó til meiri eða minni skaða. Þær rýra
fóðurgildi heysins og lystugleika þess, og þær geta ógnað heilsu
búfjár, sem etur heyið, og manna, er meðhöndla það.
Þegar hátterni og umhverfiskröfur örveranna eru þekkt, er
unnt að haga heyverkun svo að takmarkaður sé vöxtur þeirra. Við
verkun heyfóðurs til geymslu er einum eða fleiri eftirtalinna
umhverfisþátta stjórnað með markvissum hætti:
- sýrustigi
- rakastigi (vatnsvirkni)
- súrefni
- hitastigi
Við þurrheysgerðina er rakastiginu stjórnað, en hitastig
umhverfis getur að sönnu ráðið nokkru um það, hver árhif rakans i
heyinu verða i einstökum tilvikum. Rakanum verða nú gerð nokkur
skil.