Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 179
-169-
2. Vatnsvirkni heysins
Fyrir örverurnar er það ekki vatnsmagnið sjálft, sem málinu
skiptir, heldur það, hversu aðgengilegt vatnið er þeim. I stað
þess að tala um rakastigið i heyinu, sem er hinn gamalkunni
mælikvarði á vatnsinnihaldiö, hentar betur aó nota aðra
mælistæró, sem nefnd hefur verið vatnsvirkni. Nafnió lýsir þvi,
sem við er átt, þ.e. virkni vatnsins fyrir örverurnar. Við alla
geymslu þurrmetis skiptir miklu máli, hver vatnsvirkni þess er.
Geymsluhæfnin byggist einkum á þvi, að vatnsvirknin sé nógu litil
- að vatnið sé gert óvirkt að mestu.
Vatnsvirkni í tilteknu efni segir til ■ um þrýsting
vatnsgufunnar i þvi, og er þannig nátengd rakastigi loftsins.
Vatnsvirknin er gefin til kynna með hlutfallstölum. Mælist
þrýstingur vatnsgufu i heytuggu til dæmis 80% af þeim sem hann er
yfir vatnsyfirborði við sama lofthita, er vatnsvirknin i
heytuggunni 0,8 eóa 80%. 1. mynd sýnir samhengi á milli
rakastigs og vatnsvirkni í islensku heyi (2).
1. mynd. Tengsl rakastigs og vatnsvirkni i heyi. a og b er hey
úr hlöðum, c er hey á velli (2).
Sé vatnsvirknin minni en 0,9, þrifast gerlar að öðru jöfnu
ekki. Fari hún niöur fyrir 0,8, sverfur mjög að myglusveppunum,
og þegar vatnsvirkni er komin niður fyrir 0,6-0,7, er grundvöllur
tilveru flestra örvera brostinn. Þannig fækkar örverunum, sem