Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 180
-170-
þrifist geta, eftir þvi sem vatnsvirknin í umhverfinu verður
minni. Þetta má sjá á 2. mynd, sem einnig sýnir áhrif
umhverfishitans á þrif örvera í korni (3).
eci
2. mynd. íhrif hitastigs (°C) og vatnsvirkni (aw) á örveruvöxt í
korni (3).
3. Þýðing þurrkunarinnar
Það er varla fyrr en rakastig heysins er komið niður fyrir
50-60%, að vatnsvirkni þess fer að minnka (að falla úr 1,0 - sjá
1. mynd). Eigi að þjarma að gerlum í heyinu og koma vatnsvirkni
i þvi niður fyrir 0,9, verður að þurrka heyið niður fyrir 23-25%.
Lifsgrundvelli myglusveppanna er fyrst kippt burt að mestu, er
rakastig heysins er komið niður fyrir 15-18%. Þá er vatnsvirkni
heysins orðin minni en 0,8 og heyið að verða geymsluþurrt. örugg
erum Við ekki fyrr en vatnsvirknin i heyinu er komin niður fyrir
0,7.
Það er þvi grundvallaratriði, að þurrkun heysins gangi hratt
fyrir sig, svo að örverunum gefist sem minnst tóm til að starfa
og auka kyn sitt. Þá er og þýðingarmikið, að heyið þorni sem
jafnast, þvi ef eftir verða blautar tuggur, verða þær
gróðurreitur fyrir örverur, sem breiðst getur um heystæðuna.
Rakastig þurrkloftsins setur þurrkun heysins takmörk. Við
þurrkun og geymslu heysins leitar vatnsvirkni þess jafn-vægis við
loftrakann. Algengur loftraki hérlendis er 78-84% (4), sem
merkir það að vatnsvirkni heysins leitar gildanna 0,78-0,84. Sé
heyið súgþurrkað, má reikna með að þessi gildi séu allt aó 5
(0,05) einingum lægri m.a. vegna ylsins frá aflvél o.fl. Þar sem