Ráðunautafundur - 15.02.1988, Síða 260
-250-
3. tafla. Si.uidurliðun á hálfum kálf sskrokki, 27,4 kg
Bein 5, 533 kg 20,19 %
Fita 1, 127 - 4,12 -
Hakk 812 - 17,56 -
Rúllusteik 1, 235 - 4,51 -
Gúllash 2, 085 - 7,61 -
Bógsneiðar 2, 447 - 8,93 -
Framhrygg sneiðar 1, 678 - 6,12 -
Kótilettur 1, 672 - 6,10 -
Rifjasteik 2, 377 - 8,67 -
Innra læri 1, 206 - 4,40 -
Lundir 0, 373 - 1,36 -
Ytra læri 1, 276 - 4,66 -
Klumpur 1, 015 - 3,70 -
Mjaðmasteik 0, 553 - 2,02 -
IV- Lokaorð
Hér að framan hefir verið rætt um nokkur atriði sem
snerta fóðrun ungkálfa. Góð þrif í byrjun er algjör
forsenda þess að gripurinn geti haldið áfram að þroskast á
hagkvæman hátt og skilað góðu og verðmætu falli síðar.
Mikilvægt er að vaxtagetan sé nýtt meðan gripurinn er
ungur, þá þarf mun færri fóðureiningar á hvert kíló í
vaxtarauka. Hver fóðureining í ungkálfafóðri er mjög dýr,
en ef vel er fóðrað og rétt er fóðrað má verulega stytta það
tímabil sem kálfurinn er háður þessum dýru fóðurefnum án
þess að það dragi úr vexti, og þá má ná fram áframhaldandi
þrifum og þroska á ódýrari fóðurefnum.
Astæða er til að gefa betur gaum að nýjum framleiðslu-
aðferðum á kálfakjöti og kanna markaðsmagnleika á slíkri
vöru .