Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 274
-264-
Sprotar viójunnar eru fíngeröir og það er erfitt að
stinga þeim. Ef þeim er stungið beint í ræktarlandið má
búast við miklum afföllum.
Selja og viðja eru harðgerðar tegundir. Þær henta illa
í skjólbelti vegna ásóknar meindýra og hve illa þær falla að
græö1ingaræktun.
2. Alaskaösp og Alaskavióir
Alaskaösp og Alaskaviðir ná góðum þroska í helstu
landbúnaðarhéruóum bæði sunnanlands og norðan.
Likt og aðrar aspir og víðitegundir ná þessar tegundir
bestum þroska í rökum jarðvegi og þrifast vel á framræstu
mýrlendi.
Báðar eru tegundirnar bráðþroska. öspin er
f1jótvaxnasta trjátegund á Islandi og sú eina sem reynist vel
i skjólbeltum. I skjólbeltum hefur öspin náó 10 metra hæð á
20 árum. í vildarlandi nær hún 15 til 17 metra hæð á 40
árum.
Alaskaviðirinn er ekki siður fljótur. Hann nær 2 til 3
metra hæö á þriðja ári frá stungu. Fullvaxinn veröur hann
5 til 10 metra hár.
Skordýr sækja lítið á Alaskaösp og heppilegustu afbrigði
Alaskavíðis. Báöar tegundirnar hafa stinna árssprota, sem
henta vel i fjölpottarækt og beina stungu i ræktarlandið.
Þessar tegundir bera af í skjólbeltarækt á Islandi.
örugg afbrigði eru þekkt fyrir flest héruð, þær henta í
framræst mýrlendi, eru bráðþroska, stórvaxnar, ódýrar og
auðveldar í stórvirkri ræktun.
III. Tegundir i nytjaskógarækt
Á Islandi eru litlir markaöir fyrir iðnvið. Einingar
eru stórar i viðariðnaði. Þvi er ósennilegt að þesskonar
iðnaður risi á Islandi nema skógrækt verði mun umfangsmeiri
en rætt hefur verió um til þessa.
Sagverk geta verió smá og heimamarkaður er töluverður
fyrir borövið. Nytjaskógrækt mun þvi miðast viö framleiðslu
boróviðar. Af þvi leióir aó nytjatré verða að vera beinvaxin
og allstórvaxin.
I nytjaskógrækt þarf vöxtur að vera að minnsta kosti 3
til 5 m3/ha/ári og helst 8 til 10 m3/ha/ári svo ræktunin þyki
arðvænleg. Vöxtur er nægur i uppsveitum Árnessýslu, meðfram
hálendisbrúninni i Rángárvalla- og Skaftafellssýslum, á
innanverðu F1jótsdalshéraði, i Eyjafirði, innanverðum
Skagafirði og i Suóurdölum Borgarfjarðar.
Átta tegundir koma til greina i nytjaskógrækt á þessum
svæðum: sitkagreni, hvitgreni, blágreni, rauögreni,
stafafura, siberiulerki, rússalerki og Alaskaösp.
1. Grenitegundir
Sitkagreni kann best vió sig á Suðurlandi, einkum i
Skaftafellssýslum. Til að ná góðum þroska þarf það langan
vaxtartima og mikla úrkomu. Sitkagreni er hraðvaxnast
grenitegunda. Vió vildarskilyrói hérlendis vex það 10 til 12
m3/ha/ári.