Ráðunautafundur - 15.02.1988, Page 276
-266-
Lerki nær bestum þroska á velræstu landi meó ferskum
jarðraka. Þaó þrífst ekki í votlendi en nær furöugóðum
þroska á þurrasta mólendi og melum.
Líkt og stafafuran þolir lerki ekki aö standa í skugga
annarra trjáa. Hins vegar hefur reynst vel aó gróöursetja
þaö með greni. Lerkið fóstrar grenió, sem fyrir vikió verður
beinna og vex hraðar.
4. Alaskaösp
Alaskaösp getur skilað nytjaviói á öllum þeim svæðum,
sem nytjaskógrækt er fýsileg. Hins vegar er nytjaræktun
hennar aðeins raunhæf á afbragðs landi svo sem framræstu
mýrlendi.
Á kjörlendi getur öspin skilað mjög góðum vexti. I
uppsveitum Árnessýslu hefur hún skilaó 14 m3/ha/ári.
Alaskaöspin er ljóselskt tré. Hún er ágæt fóstra, og
skaðast ekki af fósturbörnunum þvi hún stingur þau af í
vexti.
5. Að velja tegund i nytjaskóg
Þegar velja skal nytjatré i fyrirhugað ræktarland
er fyrst valið eftir landshlutum, siðan eftir héruðum innan
landshluta, þá eftir jarðvegsraka á ræktunarstaðnum. Að lokum
er tekið tillit til ræktunartækni, skakkafalla og viðargæða.
Á Norður- og Austurlandi er úrvalið rússalerki,
stafafura, alaskaösp, hvítgreni, rauðgreni og blágreni. Þó
er ekki raunhæft aö rækta lerkið utan F1jótsdalshéraðs.
Á Suðurlandi eru vænleg nytjatré sitkagreni og
Alaskaösp. Stafafuran þrifst einnig vel en er illa vaxin.
Þekkt eru kvæmi, sem henta uppsveitum Suðurlands og í
Borgarfirði. Hins vegar vantar kvæmi, sem eru fyllilega
örugg í lágsveitum Suðurlands og Skaftafellssýslum. Þó bendir
margt til þess að heppileg kvæmi fyrir lágsveitirnar sé að
finna í suðaustur Alaska og e.t.v. i British Columbia.
Á þurrum jarövegi t.d. móum og vallendi eru einu
tegundirnar stafafura og lerki. Stafafuran er eina tegundin
sem hæfir i nytjaskóga á þurrum jarðvegi utan
F1jótsdalshéraðs.
ösp og grenitegundir ætti ekki að setja nema á jarðveg
með góð rakaskilyrði t.d. framræstar mýrar. Aldrei ætti að
gróóursetja þessar tegundir x lynglendi.
Við vildarkjör skila alaskaösp og grenitegundir meiri
vexti en lerki og stafafura. Þvi er að öóru jöfnu heppilegra
að gróðursetja þau.
Áburöur og jarðvinnsla hafa minni áhrif á vöxt lerkis og
stafafuru en grenis og aspar. Ef lítið er lagt i að örfa
vöxtinn getur verió heppilegra að gróóursetja stafafuru á
land, sem annars hentar greni eöa ösp. Hins vegar gildir hið
gagnstæða þvi meira sem lagt er í vaxtarörfun.
Á grenitegundir sækja bæói maur og lús. þessi meindýr
valda verulegu tjóni. Þvi fylgir bæði kostnaður og áhætta aó
rækta greni þar sem þessi ófögnuður er magnaður.