Saga - 2004, Page 11
Sama ár og ég varði doktorsritgerðina vaknaði áhugi minn á að-
ild Noregs að Evrópubandalaginu eða Evrópusambandinu eins og
það heitir nú. Þá uppgötvaði ég að árið 1972 höfðu ekki allar evr-
ópskar konur kosningarétt (ekki í Sviss) og í sumum löndum (eins
og Belgíu) var nauðsynlegt fyrir giftar konur að fá leyfi eigin-
mannsins til að fá að vinna utan heimilis. Ég hafði alltaf álitið það
sjálfsagt mál að konur hefðu sama rétt og möguleika og karlmenn,
en nú gerði ég mér grein fyrir því að norskar konur höfðu líka feng-
ið réttindi sín seinna en karlmenn. Þetta leiddi til þess að ég fór að
kanna hvort konur hefðu kannski haft önnur áhugamál og átt við
önnur vandamál að stríða en karlar í gegnum tíðina. Ég hugleiddi
hver hefði verið mikilvægasta breytingin fyrir konur á síðastliðinni
öld, og komst að þeirri niðurstöðu að það að geta ráðið hversu
mörg börn maður eignaðist hlyti að hafa verið mest afgerandi. Þar
með hóf ég vinnslu fyrstu kvennasögubókar minnar, Barnebegrens-
ning — synd eller sunn fornuft? Hún kom út árið 1980, en þá var ég
líka byrjuð að skrifa greinar um aðrar hliðar á sögu kvenna á 19. og
20. öld.
Ég hóf sem sagt kvennasöguferilinn vegna áhuga míns á stjórn-
málasögu og vegna almenns áhuga á pólitík. Það vakti undrun
mína þá og gerir enn, hvernig samskipti kynjanna hafa breyst og
eru stöðugt að breytast.
— Hvernig hófst fræðimannsferill þinn?
Það var nú svolítið tilviljanakennt að ég valdi sögu sem mitt aðal-
fag. Það var í raun og veru algjör tilviljun sem réð því að ég ákvað
að hefja nám við háskólann í Björgvin. Ég er fædd og uppalin í
Kaupmannahöfn og fyrir mína kynslóð var einnig sjálfsagt þar að
stúlkur hugsuðu fyrst og fremst um að ganga í hjónaband, að eign-
ast börn og stofna fjölskyldu. Móðir mín varð ekkja á unga aldri og
hafði fjögur börn á framfæri sínu. Hún hafði enga menntun. Þegar
hún trúlofaði sig var hún í kennaranámi, en móðurafi minn, sem
var strangur, gamall patríark, hélt því fram að það væri ekki nauð-
synlegt fyrir hana að halda áfram námi eftir að hún gifti sig. Afleið-
ingin var sú að þegar hún þurfti á því að halda, átti hún sem ekkja
ekki möguleika á að fá vinnu þar sem hún gæti bæði séð fyrir sér
og börnunum. Þá var heldur ekki um nein námslán að ræða, svo
það kom ekki til greina að ég færi í lengra nám. Ég fór því í tveggja
ára ritaranám við Handelshøjskolen i København, þar sem ég lærði
hraðritun og ritun verslunarbréfa, á bæði dönsku, ensku, þýsku og
S J Ó N A R H O R N K Y N J A S Ö G U 11
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 11