Saga - 2004, Page 14
heldur einnig til að geta skilið hvernig þeir upplifðu sjálfa sig og
hvernig þeim tókst að breyta sjálfsímynd sinni þegar það varð
nauðsynlegt.
— Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa áherslurnar í rannsóknum á
körlum og konum verið að breytast. Hvernig koma þær þér fyrir sjónir?
Ég hef litið á þróunina frá kvennasögu til kynjasögu sem gjörsam-
lega nauðsynlega og jafnframt sem afleiðingu þeirra athugana sem
hafa snúist um að kanna hvaða þýðingu kynferði hefur í sögunni.
Ekki er hægt að skilja sögu kvenna án þess að beina um leið sjón-
um sínum að því hvernig staða karla var, hvaða hugmyndafræðileg
og raunveruleg vandamál bæði kynin hafa þurft að kljást við, og
hvernig bæði árekstrar og samvinna milli kynjanna hefur þróast.
Um leið hef ég verið mjög upptekin af því að rannsaka hvaða þýð-
ingu kynferði sem greiningartæki hefur haft innan allra sviða sögu-
legra rannsókna, eins og Joan Scott hefur réttilega bent á.10 Ég hef
iðulega undrast hversu oft kynferði hefur haft afgerandi þýðingu
fyrir ákveðið sögulegt ferli, einnig þar sem maður hefur eiginlega
ekki búist við því. Sem dæmi má nefna hvernig Norðmenn skipu-
lögðu varnarmál sín í lok 19. aldar, eða sambandsmálið við Svía, og
einnig á öðru sviði, það er hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn
berklum í upphafi 20. aldar. Einnig hefur sjónarhorn kynjafræða
skipt miklu í tengslum við umræðu og atkvæðagreiðslu um inn-
gönguna í Evrópusambandið.
Póstmódernismi og kenningar í anda mótunarhyggju
(konstrúktífisma) hafa að mínu viti stuðlað að því að leysa upp
þann hugsanagang sem veldur því að við sjáum konur og karla
ekki bara sem sögulausar staðalmyndir. Þessar kenningar hafa
hjálpað okkur til að skilja að konur og karlar eru ekki alltaf and-
stæðar stærðir, að það geti líka verið andstæður innan sama kyns,
og að kynferði megi skilja á margan hátt. Um leið finnst mér mikil-
vægt að ganga ekki svo langt að halda því fram að það finnist ekk-
ert „raunverulegt“ og að veruleikinn sé bara „orðræða“ eða „texti“,
því að þá er hætta á að við getum málað hvaða mynd sem er af for-
tíðinni og að sagnfræðirannsóknir verði alltof mikið byggðar á
kenningum. Eiginlega er það ekkert nýtt fyrir sagnfræðinga að
greina samfélagið eftir mismunandi þjóðfélagshópum, til dæmis í
A G N E S S. A R N Ó R S D Ó T T I R R Æ Ð I R V I Ð I D U B L O M14
10 Sjá til dæmis í: Joan Wallach Scott, „Gender. A Useful Category of Historical
Analyses“, Feminism and History (Oxford, 1996), bls. 152–180.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 14