Saga - 2004, Qupperneq 19
lá um Ísland og það var talið mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að
landið kæmist í alfaraflugleið. Þetta skynjaði Agnar meðan hann
stundaði nám í Danmörku og eggjaði hann Hermann Jónasson for-
sætisráðherra til að undirbúa jarðveginn heima fyrir með þeim ár-
angri að ríkisstjórnin réð Agnar í embætti flugmálaráðunautar.4
Aðeins nokkrum dögum eftir að Agnar tók við starfinu óskuðu
hann og félagar hans í Félagi íslenskra flug- og vélamanna, sem þá var
nýstofnað, eftir því að bæjarráð beitti sér fyrir „að einhver hluti
lands þess í Vatnsmýrinni … er ætlað er til flugvallar á skipulags-
uppdrætti Reykjavíkur [frá 1936], verði nú þegar gjört nothæft fyr-
ir lendingar flugvéla.“ Þeir sögðust telja „mjög tímabært, að byrjað
verði nú þegar á framtíðar flugvelli fyrir Reykjavíkurbæ, þar sem
búast má við, að flugsamgöngur hefjist aftur hér á landi í náinni
framtíð, og er þá nauðsynlegt að góður flugvöllur sé við hendina,
og útlit er fyrir að nær eingöngu verði notaðar landvélar.“5 Bæjar-
yfirvöld brugðust skjótt og vel við erindinu og leigjandi landsins
samþykkti umbæturnar fyrir sitt leyti. Þær fólust í túnsléttun auk
þess sem grafnir voru skurðir til að þurrka landið.6
Vorið 1937 fékk Agnar því framgengt að atvinnu- og samgöngu-
málaráðuneytið styrkti Flugmálafélag Íslands (sem hann hafði stofn-
að 1936 ásamt fleirum) til að reisa flugskýli við lendingarstaðinn og
girða hann af.7 Skömmu síðar fór Agnar norður til Akureyrar og
beitti sér fyrir því að Vilhjálmur Þór, framkvæmdastjóri Kaupfélags
Eyfirðinga (KEA), og fleiri atkvæðamiklir menn nyrðra stofnuðu
flugfélag. Hlaut það nafnið Flugfélag Akureyrar og hafði uppi áform
um að koma á ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Til að svo
mætti verða þurfti að skapa félaginu aðstöðu syðra, bæði fyrir sjó-
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 19
4 ÞÍ. Stj. Í. II. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti. Dagbók 10, nr. 495 (sjá dag-
bók 11, nr. 889). Agnar Kofoed-Hansen til Hermanns Jónassonar, 1. apríl 1936.
H[araldur]. G[uðmundsson]. til Agnars Kofoed-Hansens, 7. ágúst 1936 (afrit).
5 BsR. Aðfnr. 3398. Agnar Kofoed-Hansen, Björn Eiríksson og Sigurður Jónsson
til bæjarráðs, [ágúst 1936]. Landflugvélar höfðu þá kosti fram yfir sjóflugvélar
að vera léttari, burðarmeiri, sparneytnari og hraðfleygari en á móti kom að
víða mátti lenda sjóflugvélum án þess að kosta nokkru til lendingarbóta, t.d. á
þröngum fjörðum þar sem landrými var takmarkað.
6 Arngrímur Sigurðsson, Annálar íslenskra flugmála 1936–1938 4, bls. 7, 10–11,
21–22. — BsR. Aðfnr. 3398. Agnar Kofoed-Hansen til bæjarráðs, 23. apríl 1937.
7 Arngrímur Sigurðsson, Annálar íslenskra flugmála 1936–1938 4, bls. 44. — Berg-
ur G. Gíslason, „Upphaf Reykjavíkurflugvallar“, bls. 10. — „Íslenska flugvjel-
in“, bls. 3, 6. — Hersteinn Pálsson, Siggi flug, bls. 189.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 19