Saga - 2004, Page 20
flug og landflug, og í bréfi til atvinnu- og samgöngumálaráðherra
gerði Agnar að tillögu sinni að ríkisstjórnin og bæjarstjórn Reykja-
víkur tækju „höndum saman um að gera nothæfan innanlandsflug-
völl“ í bænum.8
Nú tóku menn að leggja á ráðin um varanlegt flugvallarmann-
virki í Vatnsmýri. Varðveist hefur uppdráttur frá ágúst 1937 eftir
Hörð Bjarnason arkitekt af fjögurra brauta flugvelli sunnan Hring-
brautar9 og nokkrum vikum síðar gerði Gústaf E. Pálsson, verk-
fræðingur hjá vegamálastjóra, annan uppdrátt af flugvelli á sama
stað í samráði við Agnar (sjá mynd 1). Í síðarnefndu tillögunni var
gert ráð fyrir að um 76 hektarar færu undir flugvallarsvæðið, braut-
ir yrðu um 80 metra breiðar og um 850–1200 metra langar.10 Til
samanburðar má nefna að í stríðslok voru flugbrautir Reykjavíkur-
flugvallar um 1250–1400 metra langar og allar 90 metra breiðar (nú-
verandi brautir eru 45 metra breiðar).
Áætlun Gústafs og Agnars barst í tal á fundi bæjarstjórnar
Reykjavíkur í byrjun mars 1938 en þá stóðu yfir umræður um bygg-
ingu flugskýlis við Skerjafjörð fyrir sjóflugvél Flugfélags Akureyr-
ar. Í frásögn Morgunblaðsins af fundinum sagði að Guðmundi Ás-
björnssyni, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hefði þótt „fráleitt … að
hafa flugvöll svo að segja í hjarta bæjarins“ enda væri það orðin „al-
gild regla“ að flugvellir borga væru hafðir „alllangt utanvið og jafn-
vel langt frá hinum bygðu svæðum.“ Ummælin sýna að allt frá
upphafi var andstaða fyrir hendi við gerð flugvallar í Reykjavík.
Sigurður Jónasson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sakaði
sjálfstæðismenn, sem mynduðu meirihluta bæjarstjórnar, um óvild
í garð flugmála en sjálfstæðismenn höfðu einnig gert athugasemd-
ir við byggingu flugskýlisins. Á þetta vildi Guðmundur ekki fallast
en sagði gagnrýnina felast fyrst og fremst í staðsetningu flugskýlis-
ins og flugvallarins.11
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N20
8 ÞÍ. Stj. Í. II. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti. Dagbók 11, nr. 889. Agnar
Kofoed-Hansen til atvinnu- og samgöngumálaráðherra, 3. sept. 1937. Þegar
félagið hóf flugrekstur 1938 varð Agnar bæði flugmaður þess og fram-
kvæmdastjóri.
9 BsR. Aðfnr. 3398. Uppdráttur Harðar Bjarnasonar, 20. ágúst 1937.
10 BsR. Aðfnr. 3398. „Frumáætlun um undirbúning á Vatnsmýrinni í Reykjavík
til flughafnar“, 12. sept. 1937.
11 „Flugskýlið má ekki vera við Shellvíkina“, bls. 3, 6. — BsR. Fundargerðir
bæjarstjórnar 1938–39, 3. mars 1938.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 20