Saga - 2004, Page 23
flugvallarstæðið til suðvesturs fékkst traustari jarðvegur (að veru-
legu leyti melur) undir flugbrautirnar auk möguleika á að samnýta
aðstöðuna á vellinum og lendingarsvæði fyrir sjóflugvélar á Skerja-
firði. Ef til vill hefur forráðamönnum bæjarins þótt þessi útfærsla
taka of lítið tillit til skipulags byggðar á Skildinganesi því að í des-
ember 1938 gerði bæjarverkfræðingur nokkrar breytingar á legu
brautanna í samráði við Agnar Kofoed-Hansen og Berg G. Gíslason
fyrir hönd Flugmálafélagsins. Við þetta færðist miðja vallarins aft-
ur til norðausturs sem nam nokkur hundruð metrum og brautirnar
gengu ekki inn í fyrirhugaða byggð og gatnakerfi.15 Þó taldi Agnar
nauðsynlegt að halda svæðinu sunnan vallarins óbyggðu svo lengja
mætti eina brautina en með því móti gæti völlurinn orðið „full-
nægjandi sem innanlandsflugvöllur“ fyrir flugvélar sem taka allt
að sjö eða átta farþega.16 Þótt flugvöllurinn væri enn aðeins til á
teikniborðinu rakst hann þegar á við byggðina á Skildinganesi.
Útlit flugvallarins, eins og það birtist á uppdráttunum, bar svip-
mót nýtísku flugvalla sem þjónuðu farþegaflugi. Þeir höfðu skýrt
afmarkaðar flugbrautir (að vísu lengri og með bundnu slitlagi en
ekki grasyfirborði eins og gert var ráð fyrir á fyrirhuguðum flug-
velli Reykjavíkur) sem þurftu að geta tekið á móti sífellt stærri,
þyngri og hraðfleygari flugvélum. Þetta þýddi að því þyngri sem
flugvélar urðu, þeim mun lengri þurftu flugbrautir að vera. Á þetta
einkum við um bandaríska flugvelli en í Evrópu voru flestir helstu
vellirnir enn þá án afmarkaðra flugbrauta en höfðu einfaldlega víð-
áttumikið grassvæði þar sem flugvélar gátu hafið sig á loft með til-
liti til vindstöðu hverju sinni.17 Þótt íslensku uppdrættirnir sýni
ekki flugturn, flugstöð eða flugskýli eins og tíðkuðust orðið á flug-
völlum, og ekki væri minnst á þess háttar mannvirki í öðrum gögn-
um, verður ekki betur séð en flugvallarsvæðið hefði rúmað slíkar
byggingar.
Á fundi skipulagsnefndar kauptúna og sjávarþorpa (sem fjall-
aði um skipulagsmál allra skipulagsskyldra staða landsins) síðla
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 23
15 Bergur G. Gíslason, „Landflug“, bls. 8–9. — BsR. Aðfnr. 3398. Valgeir Björns-
son til bæjarráðs, 16. des. 1938.
16 BsR. Aðfnr. 3398. Agnar Kofoed-Hansen til skipulagsnefndar, 25. jan. 1939.
17 Deborah G. Douglas, „Airports as Systems and Systems of Airports“, bls. 69.
— John Walter Wood, Airports, bls. 15–275, 306. — Mike Hirst, „The Business
of Air Transport“, bls. 108. Bromma-flugvöllur í Stokkhólmi, sem tekinn var í
gagnið 1936, var fyrsti evrópski flugvöllurinn sem búinn var fullkomnu flug-
brautarkerfi með bundnu slitlagi.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 23