Saga - 2004, Page 24
árs 1938, þar sem rætt var um gerð flugvallar í eða við Vatnsmýri,
afhenti Geir G. Zoëga, vegamálastjóri og formaður nefndarinnar,
„nýjustu skýrslur flugmálaráðuneytisins enska, um gerð og tilhög-
un flugvalla fyrir farþegaflug.“ Ákveðið var að Hörður Bjarnason,
arkitekt og fulltrúi skipulagsnefndar, kynnti sér skýrslurnar og
skýrði „frá því helsta“ um efni þeirra á næsta fundi.18 Þetta gerði
Hörður og þá höfðu að- og fráflugsleiðir við flugbrautirnar einnig
verið teiknaðar inn á uppdrátt af fyrirhuguðum velli samkvæmt
„ákvæðum þýskra og enskra reglugerða um flugvelli“. Komu þá í
ljós „ýmsar hindranir … í framhaldi einstakra flugbrauta, svo sem
háar byggingar, loftskeytastengur etc.“ og þótti nefndinni „skorta
nokkuð á nauðsynlegar upplýsingar um halla og gerð flugvallar-
ins,“ auk þess sem rannsaka þyrfti betur „hvort hér væri um hent-
ugan völl að ræða fyrir framtíðarflug.“ Ekki væri fullnægjandi að
heimildir þar að lútandi kæmu „eingöngu frá flugmönnum“ og því
var formanni skipulagsnefndar „falið að eiga tal um málið við
bæjarverkfræðing, og leita aðstoðar fagfróðra og óvilhallra manna
um flugmál, ef þess væri kostur.“19
Tæknilega séð stóð ekkert í vegi fyrir að bæjaryfirvöld gætu út-
vegað land undir flugvöll í Vatnsmýri eða sunnan hennar því að
bærinn átti sjálfur hluta landsins og þann part sem var eignarland
gat bærinn keypt eða tekið eignarnámi.20 Aftur á móti gátu bæjar-
yfirvöld ekki ákveðið hvort taka ætti svæðið undir flugvöll fyrr en
skipulagsnefndin hafði tekið afstöðu í málinu. En nefndinni var
vandi á höndum því að vissulega kom til greina að nýta svæðið í
öðrum tilgangi, auk þess sem önnur flugvallarstæði komu til álita.
„Lunga miðbæjarins“
Á fjórða áratugnum var meginhluti byggðar í Reykjavík enn þá
innan Hringbrautar (það sem nú er Snorrabraut var þá hluti Hring-
brautar). Utan Hringbrautar höfðu myndast nokkur hverfi og sök-
um þess að bæjarbúum fjölgaði jafnt og þétt þótti einsýnt að taka
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N24
18 Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 14. des. 1938. Hörður var
fulltrúi nefndarinnar 1938–1939, skrifstofustjóri hennar 1939–44 og skipulags-
stjóri ríkisins frá stofnun embættisins 1944. Á þeim tíma sem hér um ræðir var
hann með aðsetur í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Arnarhváli.
19 Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 20. des. 1938.
20 BsR. Aðfnr. 3398. Valgeir Björnsson til bæjarráðs, 16. des. 1938.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 24