Saga - 2004, Page 25
þyrfti nýtt byggingarland í notkun í nánustu framtíð. Yfirleitt voru
skipulagsmál bæjarins fremur laus í reipunum fram yfir miðja öld-
ina en árið 1927 leit þó dagsins ljós fyrsta heildarskipulag fyrir
Reykjavík innan Hringbrautar. Þótt það hlyti aldrei staðfestingu
var farið eftir því í veigamiklum atriðum. Nokkur tímamót urðu í
þessum efnum árið 1934 þegar Einar Sveinsson arkitekt var ráðinn
til að vinna að skipulagi fyrir Reykjavík utan Hringbrautar í sam-
ráði við Valgeir Björnsson bæjarverkfræðing og síðar voru arkitekt-
arnir Gunnlaugur Halldórsson og Sigurður Guðmundsson fengnir
til að yfirfara og gagnrýna frumdrögin.21 Afrakstur þessarar vinnu
birtist 1936 og 1937 í formi nýrrar skipulagstillögu fyrir bæinn allt
frá mörkum Seltjarnarneshrepps að vestan austur að Elliðaárvogi.
Þótt tillagan fengi aldrei endanlega afgreiðslu í bæjarstjórn hafði
hún mótandi áhrif á þróun byggðarinnar. Tillagan gerði ráð fyrir
flugvelli í Vatnsmýri án þess þó að flugbrautir eða flugvallarmann-
virki væru sýnd á uppdrættinum. Reiknað var með frekari íbúða-
byggð á Skildinganesi, íþróttavöllum við suðvestanverða Öskjuhlíð
og sjóbaðsstað við Skerjafjörð (við Nauthól eða Shell-bryggjuna).
Flugvellinum var valinn staður í samráði við flugmenn sem reynslu
höfðu af flugi í mýrinni en yrði vellinum fundinn annar staður
skyldi taka þann hluta svæðisins undir skemmtigarð eða almenn-
ingsgarð sem næði frá Tjörninni suður að Skerjafirði.22
Það kann að þykja vel í lagt að ætla almenningsgarði að ná yfir
tugi, jafnvel nálægt 100 hektara svæði (til samanburðar má nefna að
hinn kunni almenningsgarður Hyde Park í London þekur 138 hekt-
ara) en hafa ber í huga að aðstæður hafa gjörbreyst, þótt ekki væri
nema vegna þess að bifreiðaeign var mjög lítil á fjórða áratugnum
og fólk átti þar af leiðandi erfitt með að bregða sér út fyrir bæinn
þegar því hentaði. Í ágúst 1936 skrifaði Sigurður Guðmundsson
arkitekt grein í Morgunblaðið þar sem hann m.a. benti á að stórir al-
menningsgarðar í útjaðri bæjarins gætu bætt úr brýnni þörf fyrir
útivistarsvæði á helgidögum23 og í samtali við blaðið kallaði hann
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 25
21 Einar, Gunnlaugur og Sigurður voru um langt skeið atkvæðamiklir arkitekt-
ar í Reykjavík og báru með sér erlend áhrif þegar þeir komu heim frá námi.
Sjá: Guðmundur Gunnarsson, „Starfsumhverfi íslenskra arkitekta á tímabil-
inu 1930 til 1970“, bls. 80–81.
22 „Framtíðarskipulag Reykjavíkur“, bls. 6–7. — Páll Líndal, Reykjavík. Byggðar-
stjórn í þúsund ár, bls. 123–124, 155. — Trausti Valsson, Reykjavík. Vaxtarbrodd-
ur, bls. 47–49.
23 Sig[urður]. Guðmundsson, „Vinna, íþróttir og hvíld“, bls. 6.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 25