Saga - 2004, Side 26
Tjörnina og Vatnsmýrina „lunga miðbæjarins“ og sagði svæðið
óhentugt til byggðar.24
Að líkja opnum „grænum“ svæðum í borgum við lungu var
þekkt meðal brautryðjenda í hönnun almenningsgarða, meðal ann-
arra hins áhrifamikla bandaríska landslagsarkitekts Frederick Law
Olmsted (1822–1903) sem hannaði Central Park í New York (ásamt
samstarfsmanni sínum Calvert Vaux) og fleiri almenningsgarða
vestan hafs.25 Byrjað var að hanna almenningsgarða um og upp úr
miðri 19. öld, m.a. í þeim tilgangi að skapa náttúrlegt og heilsusam-
legt mótvægi við þrengslin í hinu óaðlaðandi og heilsuspillandi
umhverfi borgarsamfélagsins sem iðnbyltingin ól af sér. Í slíkum
görðum voru gjarnan leikvellir og aðstaða til að iðka íþróttir af
ýmsu tagi, bæði fyrir börn og fullorðna. Eldri skemmtigarðar í
borgum höfðu hins vegar einkum verið ætlaðir hinum konung-
bornu og aðlinum.26 Þegar hér var komið sögu var búið að opna
suma þeirra fyrir almenningi.
Um það leyti sem Sigurður tjáði sig um skipulagsmálin í Morgun-
blaðinu ræddi blaðið í tvígang við Christian Gjerløff, forseta „al-
þjóðafjelagsins fyrir húsagerð og skipulagningu bæja“, eins og
hann var kynntur fyrir lesendum, en hann var staddur á landinu til
að kynna sér stöðu skipulagsmála og flytja um þau fyrirlestra.
Gjerløff sagði Tjörnina „nokkurskonar aðalsbrjef Reykjavíkur“ sem
ekki mætti skemma heldur gera að hinu „mesta bæjarprýði“, og
bætti við: „Alt græna svæðið austan Háskólans ætti að friða fyrir
mikilli umferð og flutningum.“27
Tjörnin og nágrenni hennar hafði um langan tíma verið einn
helsti útivistarstaður Reykvíkinga, jafnt sumar sem vetur, og fram-
sýnir menn höfðu af og til sett fram hugmyndir um að gera
skemmtigarð á svæðinu. Vísir að slíkum garði tók að myndast á
þriðja og fjórða áratugnum með byggingu Hljómskálans (1923) og
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N26
24 „Framtíðarskipulag Reykjavíkur“, bls. 6.
25 Richard T. LeGates og Frederic Stout, „Modernism and Early Urban Planning,
1870–1940“, bls. 302.
26 Frederick Law Olmsted, „Public Parks and the Enlargement of Towns“, bls.
314–320. — Richard T. LeGates og Frederic Stout, „Modernism and Early
Urban Planning, 1870–1940“, bls. 301–305. — Spiro Kostof, The City Assembled,
bls. 164–170.
27 „Reykvíkingar eiga að fara að ráðum Neros og Platons“, bls. 4, 6. — „Samtal
við Christian Gjerløff: Um skipulag Reykjavíkur“, bls. 4.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 26