Saga - 2004, Qupperneq 28
Seltjarnarneshreppi þar til það var lagt undir lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur 1. janúar 1932.
Ýmsir höfðu rennt hýru auga til hins mikla landrýmis við norðan-
verðan Skerjafjörð og þeirra margvíslegu möguleika sem það bauð
upp á. Árið 1905 var stofnað hlutafélagið Höfn með það fyrir aug-
um að gera hafskipahöfn við fjörðinn og leggja þaðan járnbraut til
Reykjavíkur. Ekkert varð úr þessum ráðagerðum en á öðrum og
þriðja áratugnum höfðu ýmsir aðilar, bæði innlendir og erlendir,
með Einar Benediktsson skáld í fararbroddi uppi áform um gerð út-
flutningshafnar og áburðarverksmiðju við norðanverðan Skerja-
fjörð í tengslum við stórvirkjanir á Suðurlandi. Stofnað var félag í
þessu skyni og keypti það mikinn hluta Skildinganeslandsins enda
reiknuðu hluthafarnir með að þar ætti eftir að rísa öflugur byggðar-
kjarni. Árið 1914 stofnuðu sömu aðilar fossafélagið Títan hf. um
þessar fyrirætlanir sínar og eignaðist það jafnframt landið. En það
fór eins og fyrri daginn, áætlanirnar náðu ekki fram að ganga.32
Árið 1922 eignaðist Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður, einn
af nánustu samstarfsmönnum Einars Benediktssonar, stóran hluta
Skildinganeslandsins og fimm árum síðar hóf hann að skipta því
niður í byggingarlóðir sem hann seldi. Brátt tók að myndast þorp á
nesinu með allnokkurri atvinnustarfsemi, m.a. fiskverkun, grútar-
bræðslum og lítils háttar verslun og þjónustu. Íbúafjöldinn fór úr 47
manns árið 1927 í 542 þremur árum síðar og var orðinn 1169 árið
1940. Þótt nokkuð hafi dregið úr fjölguninni eftir að byggðin var
innlimuð í Reykjavík gerðu óstaðfestir skipulagsuppdrættir ráð
fyrir að byggðin teygði sig austur eftir melnum í átt að Öskjuhlíð.33
Útilokað er að fullyrða um þróun byggðarinnar hefði núverandi
flugvöllur ekki verið byggður en margt bendir til þess að hluti
„flugvallarsvæðisins“ hefði verið tekinn undir byggingar, íþrótta-
velli, sjóbaðstað og jafnvel almenningsgarð. Að öllu samanlögðu
var þetta svæði þegar orðið mikilvægt fyrir bæinn.
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N28
32 Árni Óla, Horft á Reykjavík, bls. 305–311. — Guðjón Friðriksson, Einar Bene-
diktsson. Ævisaga II, bls. 224, 241–243, 250–251, 274–275, 278, 369–370; III, bls.
26, 39, 156–157, 228–241.
33 Árbók Reykjavíkurbæjar 1945, bls. 6–9. — Lbs.–Hbs. Hanna Rósa Sveinsdóttir,
Þorpið í borginni, bls. 20–23. — Heimir Þorleifsson, Seltirningabók, bls. 28–31.
— ÞÍ. Stj. Í. II. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti. Dagbók 13, nr. 821. Flug-
vallarnefndin til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins, 6. jan. 1942 (afrit).
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 28