Saga - 2004, Page 29
Önnur hugsanleg flugvallarstæði
Í bandarískri bók um flugvelli og flugvallargerð frá 1940 eru nefnd
eftirtalin fjórtán atriði sem taka varð tillit til við val á flugvallar-
stæði fyrir farþegaflugvélar: 1. Tengsl við samgöngukerfi á jörðu
niðri og í lofti. 2. Hindranir. 3. Veðurfar. 4. Landfræðilegar aðstæð-
ur. 5. Aðgengi að greiðri samgönguleið inn í borgina sem flugvöll-
urinn þjónaði. 6. Lögun flugvallar. 7. Stærð flugvallarsvæðis. 8.
Hæð yfir sjávarmáli. 9. Afstaða með tilliti til vindstöðu og opins
svæðis. 10. Jarðvegur. 11. Aðgengi að vatni, rafmagni o.fl. þægind-
um. 12. Stækkunarmöguleikar. 13. Kostnaður. 14. Að taka frá flug-
vallarstæði í tíma.34 Þessi upptalning gefur til kynna hve margir
þættir komu við sögu við val á flugvallarstæði, hversu mikilvægt
var að allir þeir aðilar sem málið varðaði kæmu að ákvarðanatöku
og hve vandasamt það hlaut að vera að finna flugvelli stað. Ekki
verður betur séð en að íslenskir flugmálamenn, verkfræðingar,
skipulagsyfirvöld og yfirvöld Reykjavíkurbæjar og ríkis hafi yfir-
leitt verið meðvituð um þessa þætti og leitast við að taka tillit til
þeirra.
Með bréfi til skipulagsnefndar kauptúna og sjávarþorpa 4. októ-
ber 1938 óskaði Flugmálafélag Íslands „eftir ákveðnu lendingar-
svæði fyrir flugvélar, innan takmarka bæjarins, vegna farþegaflutn-
ings út um landsbyggðina“, eins og segir í fundargerðabók
skipulagsnefndar. Í kjölfarið gerðu Flugmálafélagið, Hörður
Bjarnason, fulltrúi nefndarinnar, og Valgeir Björnsson bæjarverk-
fræðingur (Valgeir var meðal stofnenda Flugmálafélagsins og sat í
fyrstu stjórn þess) rannsókn á stöðum í nágrenni Reykjavíkur (í allt
að 25 km fjarlægð) sem taldir voru koma til greina sem flugvallar-
stæði.35 Þegar niðurstaðan lá fyrir í janúar 1939 höfðu eftirtaldir
staðir verið kannaðir sérstaklega: Vatnsmýri, Kringlumýri, Bessa-
staðanes, hraunið sunnan Hafnarfjarðar (Kapelluhraun), Sand-
skeið, flatirnar norðan og austan Rauðhóla og melarnir hjá Ártúni.
Rannsóknin leiddi í ljós að Kringlumýri var um margt álitleg
vegna nálægðar við bæinn en á móti kom að erfitt var að sameina
þar flugvöll og sjóflughöfn. Auk þess fóstraði mýrin helstu mat-
jurtalönd bæjarbúa og því hætt við mótmælum af þeirra hálfu. Á
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 29
34 John Walter Wood, Airports, bls. 9–11.
35 BsR. Aðfnr. 3398. Agnar Kofoed-Hansen til skipulagsnefndar, 25. jan. 1939. —
Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 5. okt. 1938, 16. jan. 1939.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 29