Saga - 2004, Page 31
gatna, takmörk á byggingu háhýsa og verðmæti landsins með tilliti
til annarra nota.
Að rannsókninni lokinni, og eftir að skipulagsnefndin hafði
skoðað staðina, þótti nefndarmönnum Vatnsmýri og Kringlumýri
álitlegustu staðirnir en áttu erfitt með að gera upp á milli þeirra.
Vorið 1939 óskaði nefndin eftir ítarlegri upplýsingum frá Flugmála-
félagi Íslands37 og í svari félagsins sagði m.a.:
Vér höfum ávalt talið Kringlumýrina hafa kosti fram yfir
Vatnsmýrina sem flugvallarstæði, en til þessa talið vonlaust að
fá þar landrými vegna smágarðahverfisins [matjurtagarðar].
Þeir tveir helstu kostir sem vér teljum Kringlumýrina hafa
fram yfir Vatnsmýrina eru þessir:
a) Það mun miklu mun hægara, og ekki síst fljótlegra, að
ræsa fram Kringlumýrina, og er því að vænta að þar
muni hægt að fá harðari og þurari völl heldur en í Vatns-
mýrinni.
b) Betri inn- og útflugsskilyrði.
Eini kosturinn sem Vatnsmýri hafði fram yfir Kringlumýri, að mati
Flugmálafélagsins, var sá að á fyrrnefnda staðnum voru „mögu-
leikar … fyrir hendi að sameina sjó og landflug“.38
Þegar kostir og gallar staðanna voru ræddir nánar á fundi
skipulagsnefndar 25. maí 1939, þar sem mættir voru til skrafs og
ráðagerða stjórnarmenn Flugmálafélagsins og flugmenn, reyndust
„allir á einu máli um að Kringlumýrin væri að mun hentugra flug-
vallarstæði en Vatnsmýrin, og æskilegasti staðurinn ef hann væri
fáanlegur.“ Því var Gústafi E. Pálssyni verkfræðingi „falið að at-
huga Kringlumýrina, sem flugvallarstæði og gera kostnaðaráætlun
um framkvæmdir.“39
Úr mýri á mel
Í september 1939 braust út styrjöld í Evrópu. Heimsstyrjöldin síðari
var hafin. Að líkindum var Flugmálafélag Íslands að vísa til þessa í
bréfi til bæjarráðs 23. nóvember en þar sagði: „Þar sem oss er ljóst
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 31
37 BsR. Aðfnr. 3398. Skipulagsnefnd til Flugmálafélags Íslands, 17. maí 1939. —
Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 8. febr. 1939.
38 BsR. Aðfnr. 3398. Flugmálafélag Íslands til skipulagsnefndar, 24. maí 1939
(afrit). — Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 16. maí 1939.
39 Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 25. maí 1939.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 31