Saga - 2004, Blaðsíða 32
að sökum yfirstandandi örðugleika verði ekki tök á að ráðast í að
gera fyrirhugaðan flugvöll í Reykjavík, þá höfum vér athugað
möguleika fyrir því að gera bráðabirgða flugvöll með dálítilli út-
þenslu á landi því er hæstvirt Bæjarráð hefur leyft oss að nota fyrst
um sinn.“ Að svo komnu máli fór félagið fram á að fá aðstoð bæjar-
verkfræðings við gerð nákvæmrar kostnaðaráætlunar og frekari at-
huganir á fyrirhuguðu flugvallarstæði í eða við Vatnsmýri.40 Á
þetta féllst bæjarráð þegar í stað.41
Menn hikuðu við að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eins
og sakir stóðu og þar með var Kringlumýri sett til hliðar en sjónum
aftur beint að svæðinu sunnan Vatnsmýrar, þ.e. „vestan hins fyrir-
hugaða íþróttasvæðis“ eins og segir í fundargerð skipulagsnefndar
í ársbyrjun 1940. Í því fólst að þar með var stærstur hluti flugvallar-
stæðisins ekki lengur í mýrinni heldur á melnum sunnan hennar.
Útlit var fyrir að jarðvinna á þessum stað yrði fremur auðveld og
ný athugun benti til að kostnaður við framkvæmdirnar yrði „mjög
hagstæður“.42 Á hinn bóginn var nokkuð ljóst að staðsetningin
hefði áhrif á frekari útþenslu byggðar á Skildinganesi.
Á fundi skipulagsnefndar í febrúar 1940 lagði Geir G. Zoëga,
formaður nefndarinnar, mikla áherslu á að hraða afgreiðslu málsins
svo það kæmi til afgreiðslu Alþingis á yfirstandandi þingi. Geir
taldi „málið það mikið rannsakað, að staður sá, sem bent var á við
Skerjafjörð, væri sá hentugasti í Reykjavík og nágrenni bæjarins,
sem flugvallarstæði til innanlandsflugs, og væru allir aðilar sam-
mála um að svo væri.“43 Nefndin staðfesti þetta álit formlega á
fundi 5. mars. Þar kom fram að þessi staðsetning gæfi hugsanlega
möguleika á „að stækka flugbrautirnar þannig, að völlurinn nægði
fyrir millilandaflug, án verulegs kostnaðar í samanburði við aðra
slíka flugvelli“ og einnig þætti „mikill kostur“ að geta á þessum
stað sameinað aðstöðu fyrir sjóflug og landflug.44
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N32
40 BsR. Aðfnr. 3398. Flugmálafélag Íslands til bæjarráðs, 23. nóv. 1939.
41 BsR. Aðfnr. 3398. Bæjarráð til Flugmálafélags Íslands, 23. og 25. nóv. 1939.
42 Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 15. jan. 1940.
43 Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 23. febr. 1940.
44 Skst. Fundargjörðabók skipulagsnefndar 1938–1941, 5. mars 1940. Á spássíu
er athugasemd um að húsameistari ríkisins (Guðjón Samúelsson, sem sat í
nefndinni) teldi „að völlur á þessum stað, væri mjög óheppilegur“, hann
hefði verið andvígur málinu frá upphafi og vildi „ekki hafa völlinn innan tak-
marka bæjarins.“ Engar ástæður eru tilgreindar fyrir þessari afstöðu en hugs-
anlega hafa efasemdir um sambúð vallarins og byggðarinnar legið að baki. Í
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 32