Saga - 2004, Side 35
félag tæki jafnframt þátt í innanlandsflugrekstri. Voru samninga-
viðræður við bandaríska flugfélagið Pan American Airways langt
komnar þegar stríðsástandið í Evrópu og krafa þýska flugfélagsins
Lufthansa um flugbækistöð á Íslandi í mars 1939 settu strik í reikn-
inginn. Þó má geta þess að í ársbyrjun 1940 fór norræn sendinefnd
vestur um haf til viðræðna við bandarísk stjórnvöld og forráða-
menn Pan American og tók Vilhjálmur Þór, sem þá var orðinn
verslunarerindreki Íslands í New York, þátt í viðræðunum fyrir Ís-
lands hönd (hann hafði áður komið að samningaviðræðum við Pan
American).48 Það má telja víst að þessar þreifingar hafi haft áhrif á
áform um flugvallargerð í Reykjavík og styrkt þá hugmynd að völl-
urinn gæti tekið á móti millilandaflugvélum.
Hinn 8. mars 1940 samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti tillögu
skipulagsnefndar49 og í kjölfarið fór Flugmálafélagið fram á að ríkis-
stjórnin legði fram frumvarp til laga um heimild til eignarnáms á
nauðsynlegu landi undir flugvöllinn. Jafnframt óskaði félagið þess
að þegar í stað fengist leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð
bráðabirgðaflugvallar sem tekinn yrði í notkun sumarið 1940.50 At-
vinnu- og samgöngumálaráðuneytið fékk eignarnámsbeiðnina til
athugunar en hafði ekki tekið afstöðu til hennar þegar styrjaldar-
átökin hrifsuðu málið úr höndum Íslendinga. Í byrjun apríl 1940
sagði Ólafur Thors, ráðherra atvinnu- og samgöngumála, í
umræðum á Alþingi um fjárlög ársins 1941, að svo gæti farið að
taka þyrfti eignarnámi á sumri komanda „land suður við Skerja-
fjörð“ undir flugvöll. Ólafur mælti eindregið með meiri fjárveitingu
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 35
48 Knud Lybye, Dansk Trafikflyvning gennem 25 aar, bls. 154–158, 161–162. —
„Verður félag myndað með Íslendingum og Pan American Airways um flug-
samgöngur hér á landi?“, bls. 1. — ÞÍ. Stj. Í. II. Atvinnu- og samgöngumála-
ráðuneyti. Dagbók 13, nr. 5. Guðmundur Hlíðdal til atvinnu- og samgöngu-
málaráðherra, 12. jan. 1940. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið til íslenska
sendiráðsins í Kaupmannahöfn, 18. jan. 1940 (símskeyti, afrit); dagbók 11, nr.
889. Skýrsla Agnars Kofoed-Hansens, 22. des. 1936; skýrsla Agnars Kofoed-
Hansens í mars 1937; flugmálaráðunautur ríkisins til atvinnu- og samgöngu-
málaráðherra, 21. des. 1937. Utanríkisráðuneytið. 1967 B/28 1 Flugferðir I.
Agnar Kofoed-Hansen til ríkisstjórnar Íslands, 19. nóv. 1936. — Þór
Whitehead, Ófriður í aðsigi, bls. 117–119, 124–136, 145–146, 219–226.
49 „Flugvallarstæðið“, bls. 3, 6. Sjá einnig: „Flugvöllur verður við Skerjafjörð“,
bls. 7.
50 ÞÍ. Stj. Í. II. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti. Dagbók 12, nr. 603 (sjá dag-
bók 13, nr. 5). Flugmálafélag Íslands til ríkisstjórnar Íslands, 13. mars 1940.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 35