Saga - 2004, Page 37
flugherja, m.a. voru þróaðar burðarmeiri sprengiflugvélar en áður
þekktust. Þýski flugherinn (Luftwaffe) varð hinn öflugasti í heimi og
sýndi mátt sinn í spænska borgarastríðinu 1936–1939. Það sló óhug
á almenning þegar fréttir bárust af grimmilegum loftárásum á
óbreytta borgara í Barcelona, Guernica og víðar.54
Flugvélar áttu stóran þátt í að breyta eðli hernaðar á 20. öld og
hernaðurinn hafði afgerandi áhrif á þróun þeirra. Almennum borg-
urum var ekki sama vörn í landamærum og víglínum og áður því
að flugvélar gátu herjað jafnt á þá sem hernaðarleg skotmörk að
baki meginheraflanum án þess að hann fengi rönd við reist.55 Þetta
kom berlega í ljós eftir að heimsstyrjöldin síðari hófst. Á fyrstu vik-
um stríðsins týndu t.d. þúsundir íbúa Varsjár, höfuðborgar Pól-
lands, lífi í slíkum árásum og í vetrarstríðinu svokallaða (frá 1. des-
ember 1939 til 13. mars 1940) féllu tæplega 1000 finnskir borgarar í
árásum rússneskra herflugvéla.56
Hinn 9. apríl 1940 réðst þýskur her af miklum krafti inn í Dan-
mörku og Noreg, 10. maí var komið að Belgíu, Hollandi og Lúxem-
borg og í framhaldi þess varð Frakkland auðveld bráð. Á öllum víg-
stöðvum kom þýski flugherinn mikið við sögu og gegndi lykil-
hlutverki í hernámi Noregs. Til að mynda voru notaðar rúmlega
1000 flugvélar í innrásinni og ein fallhlífasveit tók flugvellina í Osló
og Stafangri en það var í fyrsta skipti í sögunni sem slíkri sveit var
beitt í hernaðaraðgerð.57
Með hernámi Noregs höfðu Þjóðverjar, með Luftwaffe í farar-
broddi, ógnað breska flotaveldinu á Norður-Atlantshafi en í skjóli
þess höfðu íslenskir ráðamenn aðhyllst hlutleysisstefnu í utanríkis-
málum. Bretar styrktu stöðu sína með því að hernema Ísland 10.
maí 1940. Hernámsliðið var langfjölmennast í Reykjavík þar sem
tugþúsundir manna settust að í tjaldbúðum og síðar herskálahverf-
um á víð og dreif í bæjarlandinu, m.a. inni í íbúðahverfum. Nær-
vera herliðsins og máttlitlar loftvarnir þess magnaði ótta bæjarbúa
við loftárásir og fékk loftvarnanefnd undir forystu Agnars Kofoed-
Hansens lögreglustjóra (settur í embætti 6. janúar 1940 en gegndi
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 37
54 Hermann Knell, To Destroy a City, bls. 130–163. — Williamson Murray, War in
the Air 1914–45, bls. 82–117. Íslensk dagblöð greindu ítarlega frá gangi mála í
spænska borgarastríðinu.
55 Olaf Groehler, „The Strategic Air War and Its Impact on the German Civilian
Population“, bls. 279–280.
56 Hermann Knell, To Destroy a City, bls. 165–169.
57 Basil Henry Liddel Hart, History of the Second World War, bls. 63.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 37