Saga - 2004, Page 38
jafnframt embætti flugmálaráðunautar ríkisins) það hlutverk að
leiðbeina borgurunum um hvar best væri að leita skjóls undan
sprengiregni og skipuleggja flóttaleiðir ef til loftárása eða innrásar
kæmi.58 Í byrjun ágúst setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög „um loft-
varnaráðstafanir“ en þau heimiluðu bæjar- og sveitarstjórnum í
samráði við ríkisstjórnina „að gera ráðstafanir til loftvarna í Reykja-
vík og annarstaðar hér á landi“, eins og það var orðað.59
Með hernáminu tóku ýmsir að sjá flugvallarsvæðið í nýju ljósi.
Í lok maí 1940 benti Morgunblaðið á að ef fram færi sem horfði liðu
ekki mörg ár þar til fyrirhugaður flugvöllur yrði inni í miðri byggð
og fullyrti blaðið að slík staðsetning yki á loftárásarhættuna, bæði
við ríkjandi aðstæður og í hugsanlegum ófriði í framtíðinni, og því
væri „æskilegt“ að finna nýtt flugvallarstæði fjær bænum áður en
framkvæmdir hæfust.60 Þjóðverjar réðu þegar yfir langdrægum
fjögurra hreyfla sprengjuflugvélum af gerðinni Focke-Wulf FW 200
Condor sem gátu gert loftárás á Reykjavík, m.a. frá Stafangri og
Þrándheimi í Noregi.61 Höfnin var að líkindum hernaðarlega mikil-
vægasti staðurinn í bænum og flugvöllur hefði vafalaust orðið
freistandi skotmark fyrir áhafnir þýskra sprengiflugvéla. Flugvöll-
ur í útjaðri þéttustu íbúðabyggðarinnar gerði að verkum að al-
mennir borgarar voru í bráðri hættu ef til loftárása kæmi.
Þegar lofthernaður Þjóðverja gegn Bretum hófst sumarið 1940
voru hafnir og flugvellir á suðurströnd Englands einmitt helstu
skotmörkin, því næst hófust loftárásir á flugvelli og radarstöðvar
inn til landsins og viku af september hófst langvarandi sprengju-
regn á London og aðrar breskar stórborgir. Á sama tíma hélt breski
flugherinn (The Royal Air Force) uppi árásum á hernaðarlega mikil-
væga staði og borgir í Þýskalandi þótt í minna mæli væri. Þúsund-
ir óbreyttra borgara féllu og eignatjón var gríðarlegt.62 Flugtæknin
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N38
58 „Fyrirætlanir loftvarnanefndar“, bls. 2, 4. — „Loftvarnir“, bls. 3–4. — „Loft-
varnaæfing kl. 2 í dag“, bls. 2, 4. — „Óttinn við loftárás“ [forystugrein], bls. 3.
— „Sérstakar leiðir fyrir flóttafólk“, bls. 2, 4. Í Reykjavík voru engin sprengju-
held loftvarnabyrgi og þau voru aldrei byggð, m.a. vegna mikils kostnaðar,
en fólki var ráðlagt að fara ofan í kjallara til að forðast sprengjubrot.
59 Stjórnartíðindi 1940 A, bls. 307. Bráðabirgðalögin urðu að lögum, með
nokkrum breytingum, sumarið 1941. (Stjórnartíðindi 1941 A, bls. 73–74.)
60 „Flugvöllur í Reykjavík“ [forystugrein], bls. 5.
61 Bryan Philpott, History of the German Air Force, bls. 163. — Donald F. Bittner,
The Lion and the White Falcon, bls. 66–67.
62 Hermann Knell, To Destroy a City, bls. 179, 184–190.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 38