Saga - 2004, Page 39
hafði gert að verkum að eylönd gátu ekki vænst þess að einangrun
þeirra verndaði þau með sama hætti og áður.
Brautin rudd
Í júlí 1940 greindu íslensku dagblöðin frá því að Flugfélag Íslands
(stofnað upp úr Flugfélagi Akureyrar í byrjun árs) hefði keypt nýja
fjögurra farþega flugvél búna flotholtum en að hjólabúnaður hefði
verið settur undir sjóflugvél félagsins. Bent var á að tilkoma land-
flugvélar þrýsti enn frekar á um gerð flugvallar í Reykjavík því að
túnin í Vatnsmýri væru vart nothæf lengur.63 Brautryðjendur ís-
lenskra flugmála létu styrjaldarástandið ekki aftra sér frá því að hefj-
ast handa. Síðsumars 1940 byrjaði sveit vaskra manna að ryðja flug-
braut á melnum suður af Vatnsmýri með samþykki Eggerts Claes-
sens hæstaréttarlögmanns, umboðsmanns fossafélagsins Títans hf.
sem átti þennan hluta landsins. Árið 1956 greindi Agnar Kofoed-
Hansen, þá flugmálastjóri, þannig frá tiltækinu: „Unnum við að
þessu í frístundum, en verkið var aðallega fólgið í því að sprengja í
burt klappir og stórgrýti í nánd við þann stað, sem afgreiðsla Flugfé-
lags Íslands er nú til húsa við flugvöllinn … fullgerðum við nær því
400 metra langa flugbraut, sem vitanlega var aðeins ruddur melur.“64
Ef til vill hefur brautin legið dálítið austar en ætla má af frásögn
Agnars, a.m.k. hefur Bergur G. Gíslason greint frá því að brautin
hafi verið á stórgrýttum melum „vestan þess staðar, sem gamli
flugturninn stendur nú á.“65 Í samtali við höfund sagði Bergur að
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 39
63 „Það verður að gera flugvöll hér við Reykjavík“, bls. 3. — „Þrír Íslendingar
endurbygðu TF-ÖRN“, bls. 3, 6.
64 „Sjálfboðaliðar ruddu fyrstu flugbrautina“, bls. 52. — ÞÍ. Stj. Í. II. Atvinnu- og
samgöngumálaráðuneytið. Dagbók 13, nr. 5. Agnar Kofoed-Hansen til at-
vinnu- og samgöngumálaráðuneytisins, 27. sept. 1940. Athygli vekur að sem
formaður loftvarnanefndar skipulagði Agnar viðbrögð borgaranna við hugs-
anlegum loftárásum á sama tíma og hann var í fararbroddi þeirra er unnu að
gerð flugbrautar sem margir töldu auka hættuna á árásum.
65 Bergur G. Gíslason, „Upphaf Reykjavíkurflugvallar“, bls. 10. Af greininni verð-
ur ekki annað skilið en að forvígismenn Flugmálafélags Íslands hafi haft for-
göngu um gerð brautarinnar og notið aðstoðar meðlima Svifflugfélags Íslands.
Flugmálafélagið beitti sér vissulega ötullega fyrir gerð vallarins en þess er að
gæta að Agnar, Bergur og fleiri menn sem hann nefndi til sögunnar voru í stjórn
Flugfélags Íslands og er einsýnt að tilkoma landflugvélar félagsins sumarið
1940 réð úrslitum um að hafist var handa við gerð bráðabirgðaflugbrautarinnar.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 39