Saga - 2004, Page 48
víkur] vegna flugvallargerðarinnar og hafa hann þar. Þá hef
ég enn fremur heyrt, að það hafi verið fyrir áeggjan íslenzkra
aðila, að hann var hafður á þessum stað. Ef það er rétt, er það
auðvitað, að þeir hinir sömu aðilar hafa ekki haft hugmynd
um, að flugvöllurinn yrði svona stór, en hins vegar haft það
hugfast, að bæjarstjórnin og aðrir, sem um eiga að fjalla, voru
búnir að koma sér saman um, að þarna væri heppilegast flug-
vallarstæði fyrir Reykjavík. Raunin hefur orðið sú, að flug-
völlurinn verður margfalt stærri en þörf Reykjavíkur krefst.
Þess vegna er uggur í bæjarbúum, og ég teldi rétt að fá upp-
lýsingar um afskipti ríkisstjórnarinnar af flugvallargerð-
inni.85
Ólafur Thors svaraði því til að ríkisstjórnin hefði borið fram „ein-
dregin og rökstudd mótmæli gegn flugvallargerð svo nærri bæn-
um“ en án árangurs. Einar Olgeirsson, þingmaður sósíalista, sté í
pontu og fagnaði því að ríkisstjórnin hefði mótmælt fram-
kvæmdunum en spurði hvernig á því stæði að ríkisstjórnin hefði
„ekki tilkynnt þjóðinni þau mótmæli?“86 Ólafur svaraði þessu
engu.
Þótt ríkisvaldið hafi óneitanlega veitt Bretum ráðgjöf við flug-
vallargerðina og fallist á stærð vallarins eins og hún lá fyrir haust-
ið 1940 benda tiltækar heimildir ekki til þess að Bretar hafi verið
hvattir til að byggja flugvöll þarna. Hitt er svo annað mál hvort
lagning bráðabirgðaflugbrautarinnar hafi vakið þá til umhugsunar
um að byggja herflugvöll einmitt á þessum stað.
Stærri flugvélar, lengri brautir
Í lok febrúar 1941 sáust þess merki að Bretar væru að færa út kví-
arnar þegar þeir settu kvaðir á byggingu nýrra húsa „í framhaldi
flugbrautanna“ og sögðust ætla að taka heldur meira land undir
flugvöllinn en áður hafði verið rætt um (70,63 hektara í stað 66,8).87
Þegar Bretar færðust enn í aukana á vormánuðum þyngdist brúnin
á Bjarna Benediktssyni borgarstjóra en hann gat fátt annað gert en
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N48
85 Alþingistíðindi 1941 B, dálkar 300–301. Þetta er ekki alls kostar rétt hvað varð-
ar bæjarstjórnina því eins og fram hefur komið hafði hún ekki tekið endan-
lega afstöðu til málsins.
86 Alþingistíðindi 1941 B, dálkar 301–302.
87 BsR. Aðfnr. 3398. Geir G. Zoëga til Bjarna Benediktssonar, 28. febr. 1941.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 48