Saga - 2004, Blaðsíða 51
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 51
svæðinu og bæjarstjórnin fór fram á að herinn greiddi skaðabætur
enda búið að verja talsverðu fé til að kaupa landið og þurrka með
ræsagerð og skurðgreftri. Hér verður ekki fullyrt um hvort her-
stjórnin sinnti skaðabótakröfunni en svo mikið er víst að hún lét
ekki gera íþróttavelli annars staðar. Árið 1943 samþykkti bæjar-
stjórn að nýtt íþróttasvæði yrði staðsett í Laugardal og þar var síð-
ar byggð upp aðstaða sem tók að nokkru leyti mið af áætlunum um
hið eldra svæði.93
Niðurrif íbúðarhúsanna á Skildinganesi hófst um miðjan júlí
1941 án þess að gengið hefði verið frá samningi um skaðabætur
sem íbúarnir höfðu þó lagt fyrir herstjórnina.94 Skömmu síðar varð
að samkomulagi að herstjórnin greiddi húseigendunum bætur fyrir
eignirnar og önnur mannvirki á lóðunum að undangengnu mati en
bæjarsjóður greiddi bætur fyrir lóðirnar. Herstjórnin féllst enn
fremur á að greiða eigendum húsanna fyrir óbeint tjón, einnig að
undangengnu mati, en þeim og lögmanni þeirra þótti reyndar alltof
lítið tillit tekið til óbeins tjóns og óþæginda af ýmsu tagi sem hlut-
ust af nauðungarflutningunum.95
Flest þessara húsa og þeirra sem síðar urðu að víkja vegna flug-
vallarins voru timburhús og voru þau endurreist á Laugarnesi en
það gekk ekki alltaf jafnhratt fyrir sig og íbúarnir óskuðu. Bóta-
greiðslur frá herstjórninni létu á sér standa og sumarið 1942 gekkst
bæjarsjóður í ábyrgð fyrir úttektum á byggingarefni til að leysa úr
vandræðum þess fólks sem hafðist við í misgóðu bráðabirgðahús-
næði. Þótt íbúðarhúsin væru endurreist gekk byggingarefnið meira
og minna úr sér við niðurrifið og flutningana þar sem það stóð
óvarið utandyra, jafnvel svo mánuðum skipti.96
93 „Bent var á Laugardalinn sem íþróttamiðstöð árið 1872“, bls. 22. — Lbs.–Hbs.
Arnþór Gunnarsson, Herinn og bærinn, bls. 58–60. — „Leitað verður að stað
fyrir nýtt íþróttasvæði“, bls. 3, 6. — Sigurður Kristjánsson, „Leikvangurinn
mikli við Öskjuhlíð“, bls. 5. Sigurður Guðmundsson málari (1833–1874) setti
fram hugmynd um grasagarð og íþróttasvæði í dalnum.
94 „Byrjað að rífa hús í Skerjafirði“, bls. 3, 7. — „Hús rifin í Skerjafirði“, bls. 3.
95 „Bretar lofa að greiða skaðabætur fyrir húsin“, bls. 3. — „Húseigendur í
Skerjafirði fá alt tjón sitt bætt“, bls. 3, 7. — Lbs.–Hbs. Arnþór Gunnarsson, Her-
inn og bærinn, bls. 70–73.
96 BsR. Aðfnr. 3398. Arngr[ímur]. Kristjánsson og L. Andersen til borgarstjóra,
19. júní 1942. Einar Ásmundsson hæstaréttarmálaflutningsmaður til borgar-
stjóra, 15. sept. 1942. T[ómas?]. J[ónsson?] til Einars Ásmundssonar, 17. júlí
1942. — Lbs.–Hbs. Hanna Rósa Sveinsdóttir, Þorpið í borginni, bls. 46–50,
81–82.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 51