Saga - 2004, Síða 52
A R N Þ Ó R G U N N A R S S O N52
Haustið 1941 hóf herinn að girða af bannsvæðið umhverfis flug-
völlinn, alls um 270 hektara, sem þýddi um fjórfalt stærra svæði en
Bretar ráðgerðu upphaflega að taka undir flugvöllinn. Bjarni Bene-
diktsson borgarstjóri nefndi til samanburðar að samfelld byggð í
Reykjavík næði á þessum tíma yfir 250 hektara og benti einnig á að
bannsvæðið tæki yfir um þriðjung af því landi sem umlyki bæinn.
Í bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sagði Bjarni „augljóst,
hvílík skerðing slíkt hlýtur að vera á athafnamöguleikum bæjar-
búa.“97 Það duldist engum að herinn var að byggja mun stærra flug-
vallarmannvirki en þeir höfðu ráðgert í upphafi, en hvers vegna?
Í mars 1941 færðu Þjóðverjar út hernaðarsvæði sitt til vesturs og
lenti Ísland innan þess. Kafbátar þeirra og flugvélar hjuggu sífellt
stærri skörð í skipalestir bandamanna en þær fluttu vopn og vistir
frá Bandaríkjunum og voru sannkölluð lífæð Breta á þessum erfiðu
tímum. Breski herinn brást við með því að blása til sóknar gegn kaf-
bátunum, m.a. með þeim hætti að leita þá uppi og ráðast gegn þeim
með herflugvélum frá Íslandi og víðar. Þar með hafði flugvöllurinn
í Reykjavík fengið nýtt og aukið vægi. Hann var ekki einungis lið-
ur í vörnum landsins heldur gegndi hann jafnframt mikilvægu
hlutverki í orrustunni um Atlantshafið. Í baráttunni við kafbátana
var m.a. beitt tveggja hreyfla Catalina- (flugbátar með hjólabúnaði,
9485/16.067 kg), Hudson- (5484/8845 kg) og fjögurra hreyfla Libe-
rator-flugvélum (16.556/29.484 kg)98 en þær voru miklu stærri og
þyngri en eins hreyfils Fairey Battle- (3015/4845 kg) og Hawker
Hurricane-flugvélarnar (2596/3674 kg) sem breski herinn hafði
notað til að byrja með og þurftu þar af leiðandi mun lengri flug-
brautir og brautir með meira burðarþol.
Þriðja mikilvæga hlutverk flugvallarins í Reykjavík var að taka
á móti ferjuflugvélum. Um var að ræða meðaldrægar sprengjuflug-
vélar og orrustuflugvélar sem ferjaðar voru í stórum stíl frá Norð-
ur-Ameríku til Bretlands. Það var þó ekki fyrr en bandaríski herinn
hafði byggt og tekið í notkun flugvöll í Syðri-Straumfirði á vestur-
strönd Grænlands að flugleiðin yfir Norður-Atlantshaf varð fær
slíkum flugvélum. Fyrstu ferjuflugvélarnar (Hudson-flugvélar)
lentu í Syðri-Straumfirði í mars 1942.99
97 BsR. Aðfnr. 3398. Bjarni Benediktsson til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, 19.
nóv. 1941 (afrit). — Lbs–Hbs. Arnþór Gunnarsson, Herinn og bærinn, bls. 60–62.
98 Stephen W. Roskill, The War at Sea 1939–1945 I, bls. 347, 452–453, 459–460, 463,
472. Þyngdartölurnar standa fyrir þyngd flugvélanna, óhlaðnar og hlaðnar.
99 Bernt Balchen, Come North With Me, bls. 215–216, 229.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 52