Saga - 2004, Page 53
Með auknu vægi flugvallarins í Reykjavík vildi herinn augljóslega
halda meiri leynd yfir flugvallarsvæðinu og framkvæmdum þar. Ekki
var lengur haft samráð við ríkisstjórnina eða fulltrúa hennar, trúlega
vegna þess að hvers kyns samvinna við Íslendinga fól í sér ákveðna
áhættu fyrir Breta, t.d. að mikilvægar upplýsingar lækju til Þjóðverja.
Bretar grunuðu marga Íslendinga um að vera hliðholla nasistum og í
þeim hópi var Agnar Kofoed-Hansen, lögreglustjóri og flugmálaráðu-
nautur ríkisins. Frá fyrsta degi voru þeir á verði gagnvart honum
vegna þess að þeir vissu að hann hafði starfað sem flugmaður hjá
þýska flugfélaginu Lufthansa eftir valdatöku nasista og staðið fyrir
heimsókn þýskra svifflugmanna til Íslands sumarið 1938.100 Ekkert
bendir til þess að grunsemdirnar hafi átt við rök að styðjast.
Herstjórnin tortryggði einnig Bjarna Benediktsson borgarstjóra.
Hann hafði stundað nám í stjórnlagafræði í Berlín á árunum
1930–1932 og ekki þurfti meira en það til þess að falla í ónáð hjá
herstjórninni. Þegar Bjarni settist í stól borgarstjóra haustið 1940
taldi hann að hlutleysisstefnan væri landi og þjóð fyrir bestu en
smám saman sannfærðist hann um að hlutleysi smáþjóða kæmi að
litlu haldi á ófriðartímum og eftir stríð varð Bjarni eindreginn
stuðningsmaður vestrænnar samvinnu í varnarmálum.101 Hörð
gagnrýni hans á flugvallargerðina og fleiri framkvæmdir hersins í
Reykjavík skýrist væntanlega að nokkru leyti af trú hans á hlutleys-
ið en um leið var hann að gæta hagsmuna bæjarins.
Herinn heldur sínu striki
Hinn 2. desember 1941 var fundur haldinn á skrifstofu Geirs G.
Zoëga vegamálastjóra þar sem fulltrúar Breta skýrðu sjónarmið sín
í flugvallarmálinu og gerðu Íslendingum grein fyrir nýjustu áform-
um sínum en samkvæmt þeim átti NV/SA-brautin að fara yfir
Reykjavíkurveg, Hörpugötu og Þorragötu og kljúfa þar með Skild-
inganeshverfið í tvennt.102 Fundinn sátu auk Geirs þeir Agnar
R E Y K J AV Í K U R F L U G V Ö L L U R 53
100 Þór Whitehead, Bretarnir koma, bls. 91–93, 105, 278.
101 Agnar Kl. Jónsson, „Utanríkismál — landvarnir og landhelgi“, bls. 69–70. —
Bjarni Benediktsson, „Ályktanir Alþingis“, bls. 23. — Lbs.–Hbs. Arnþór
Gunnarsson, Herinn og bærinn, bls. 17–19, 27–86. — Þór Whitehead, Bret-
arnir koma, bls. 260, 262–266.
102 BsR. Aðfnr. 3636. P.W. Bliss til Geirs G. Zoëga, 12. des. 1941 (afrit). Geir G.
Zoëga til Bjarna Benediktssonar, 23. des. 1941. Aðfnr. 3398. „Skýrsla um fund
vegna flugvallarins“, Einar B. Pálsson, 2. des. 1941.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:32 Page 53