Saga - 2004, Page 64
eru á Borgarskjalasafni Reykjavíkur.3 Við hæfi þótti að setja tíma-
mörk rannsóknarinnar við upphaf 20. aldar en breytingar urðu þá
á þeirri löggjöf sem snéri að fósturbörnum með fátækralögunum
1905. Efling þéttbýlis og fólksfækkun í sveitum gerði það enn frem-
ur að verkum að erfiðara en áður var að koma börnum fyrir í fóstri.
Seinni tímamörkin ákvarðast af hernámi Íslands árið 1940 en þá
urðu mikil umskipti í íslensku samfélagi auk þess sem ný og mann-
úðlegri framfærslulög höfðu tekið gildi árið 1927, auk nýrra barna-
verndarlaga frá 1932.
Hugtakið fósturbarn
Börn sem komið var fyrir utan foreldrahúsa á fyrri hluta 20. aldar
eru skráð og skilgreind í manntölum á ýmsa vegu. Þau eru ýmist
skráð sem fósturbörn, tökubörn, tökubörn með meðgjöf, uppeldis-
börn, sveitarómagar, niðursetningar eða ættingjar á heimili. Í rann-
sóknum sínum á fósturbörnum á Íslandi á 19. öld velti Gísli Ágúst
Gunnlaugsson fyrir sér orðunum fósturbarn og tökubarn í mann-
tölum 19. aldar. Hann taldi að orðið fósturbarn gæti verið vísbend-
ing um betri vilja í garð barnsins, að fósturfjölskyldan hafi viljað
taka að sér barnið. Hins vegar hafi orðið tökubarn bent til minni
vilja fjölskyldu til þess að takast það hlutverk á hendur.4 Því má
jafnvel gera ráð fyrir að þar sem börnin voru skráð sem fósturbörn
hafi fósturforeldrarnir verið ættingjar barnsins, en skráningin töku-
barn fremur bent til þess að barnið hafi búið hjá vandalausum. Gísli
Ágúst benti enn fremur á að ekkert í manntölum skýrði hvernig
þessi orð voru notuð og sömuleiðis hafi ekki verið reynt að skýra
muninn á þessum orðum í seinni tíma tölfræðiheimildum. Mann-
tölin á 19. öld voru tekin saman af hreppstjórum og prestum og lík-
legt sé að tilviljun hafi ráðið því hvort börn í fóstri hafi verið skráð
sem fósturbörn eða tökubörn.5 Sama mætti segja um þau bæjar-
manntöl sem tekin voru árlega í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar.
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N64
3 Þar sem þau skjöl hafa að geyma viðkvæmar upplýsingar um fólk sem jafnvel
gæti verið enn á lífi, eða nánustu ættingjar þess, var farin sú leið að nefna ekki
nöfn þar sem viðkvæmar upplýsingar koma fram í rannsókninni, hvorki í
meginefni né tilvísunum. Þar sem slíkar heimildir eru notaðar er auðkennið
N.N. í stað nafns viðkomandi.
4 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „„Everyone’s been good to me““, bls. 342.
5 Sama heimild, bls. 342.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 64