Saga - 2004, Blaðsíða 66
Í manntölum sem tekin voru í Reykjavík á umræddu tímabili er
þó hægt að fá nokkra mynd af fjölda fósturbarna í bænum, en þar
eru bæði talin upp þau börn sem Reykjavíkurbær borgaði með, svo
og þau sem komið hafði verið í fóstur án afskipta bæjarins (sjá töflu
1).
Tafla 1 Fósturbörn samkvæmt manntölunum í Reykjavík
1901, 1913, 1922, 1931 og 1939
Ár 1901 1913 1922 1931 1939
Fósturbörn 68 78 116 133 50
Tökubörn 54 61 33 15 3
Tökubörn með meðgjöf 3 – – – –
Uppeldisbörn 6 9 5 3 –
Sveitarómagar 8 4 – 2 1
Niðursetningar 13 – – – –
Ættingjar á heimili 7 – – – –
Samtals börn 159 152 154 153 54
Hlutfall af börnum undir 8,18 4,3 2,9 1,9 0,5
15 ára, 1901, 1910, 1920,
1930 og 1940
Athugasemd: Flokkunin fer eftir því hvernig börn undir 16 ára eru skráð eftir
stöðu á heimili í manntölunum.
Heimildir: ÞÍ. Manntal 1. nóv. 1901. Reykjavíkursókn – Gullbringusýslu. — ÞÍ.
Manntal í Reykjavík 1913. — ÞÍ. Manntal í Reykjavík 1922. — ÞÍ. Manntal Reykja-
víkur 1931 I–II. — ÞÍ. Manntal Reykjavíkur 1939 I–III. — Björn Björnsson, Árbók
Reykjavíkurbæjar 1940, bls. 5. — Björn Björnsson, Árbók Reykjavíkurbæjar 1945, bls. 5.
Athyglisvert er að í manntalinu 1901 er gerður greinarmunur á
tökubarni og tökubarni með meðgjöf. Kann það að benda til líkrar
skilgreiningar og Gísli Ágúst minntist á í sambandi við orðin töku-
barn og fósturbarn, að gera mætti ráð fyrir að það hafi verið meiri
N J Ö R Ð U R S I G U R Ð S S O N66
8 Vera kann að þessa háu tölu fyrir fósturbörn í Reykjavík árið 1901 sé hægt að
rekja til hinna svokölluðu „jarðskjálftabarna“, sem Björn Jónsson, ritstjóri Ísa-
foldar, beitti sér fyrir að Reykvíkingar tækju við í kjölfar jarðskjálftanna á Suð-
urlandi 1896. Í lok septembermánaðar það ár höfðu um 70 börn af jarðskjálfta-
svæðunum á Suðurlandi verið tekin í vist í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Kann
að vera að hópur þessara barna hafi ílengst hjá fósturforeldrum sínum. Því
miður hafði ég ekki tök á að rannsaka þetta atriði frekar en heimildir má m.a.
finna í Ísafold 16. september til 3. október 1896.
Saga haust 2004 - NOTA 30.11.2004 11:33 Page 66